Kjarasamningur undirritaður við PCC

Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur milli Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka.

Kjarasamningur undirritaður við PCC
Almennt - - Lestrar 183

Fulltrúar PCC og stéttarfélaganna.
Fulltrúar PCC og stéttarfélaganna.

Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur milli Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka.

Samningurinn gildir frá 1. nóvember sl. til 31. janúar 2024.

Kjarasamningurinn er sambærilegur kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands/Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem um 86% félagsmanna Framsýnar samþykktu í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var einnig samþykktur af félagsmönnum Þingiðnar í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Fram kemur á heimasíðu Framsýnar að ánægja sé með samninginn meðal starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins. Þá var ákveðið að taka önnur atriði en laun til umræðu í haust, það er fyrir utan bónuskerfið sem þegar er hafin endurskoðun á.

Trúnaðarmenn starfsmanna og stjórnendur PCC munu þróa kerfið áfram í samráði við Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744