Kítónskraftur á ferđ um landiđ í ágúst

Tónlistarkonurnar frćknu Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst og spila fyrir landsmenn.

Kítónskraftur á ferđ um landiđ í ágúst
Fréttatilkynning - - Lestrar 372

Tónlistarkonurnar frćknu Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst og spila fyrir landsmenn.
 
Ţetta er jafnframt liđur í ţví ađ kynna KÍTÓN, félag kvenna í tónlist fyrir áhugasömum og hyggjast ţćr halda létta kynningu opna öllum kl. 17 samdćgurs tónleikunum á hverjum stađ. ,,Dýrindis skreppitúr um landiđ í fađmi skemmtilegra kvenna" segja ţćr um gjörninginn og hlakka mikiđ til ađ telja í. 
 
Lára Rúnars lauk nýlega viđ glćsilega tónleikasiglingu um landiđ međ Áhöfninni á Húna og ćtlar ađ ljúka hringnum á ţjóđveginum međ kynsystrum sínum sem allar eiga ţađ sameiginlegt ađ vera farsćlir lagahöfundar og flytjendur.
 
Hafdís, Védís, Ragga og Lára munu teygja anga sína á marga stađi en Vestfirđirnir, Norđurland verđa í ađalhlutverki í fyrsta holli túrsins eins og sjá má á dagskránni. 
 
KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er félag tónlistarkvenna á Íslandi. 
 
Félagiđ er stofnađ 12. desember 2012 í ţeim tilgangi ađ skapa jákvćđa umrćđu, samstöđu og samstarfsvettvang međal tónlistarkvenna á Íslandi. Félagiđ stendur vörđ um hagsmuni tónlistarkvenna og grasrót ungra tónlistarstúlkna. 
 

Ţri 20. ágúst - Sjórćningjahúsiđ Patreksfirđi

Miđ. 21. ágúst – Brćđraborg Ísafirđi

Fim. 22. ágúst – Melrakkasetriđ Súđavík

föst 23. ágúst - Grćni Hatturinn Akureyri

laug 24. ágúst - Kaffi Rauđka Siglufirđi

Sun 25. ágúst - Gamli Baukur Húsavík 

 
Tónleikar hefjast kl. 21.00
Ađgangseyrir: 2000 kr
 
 

Hafdís Huld hóf tónlistarferilinn međ hljómsveitinni Gus Gus og síđan međ bresku sveitinni FC Kahuna. Áriđ 2006 lauk hún framhaldsnámi frá London Centre of Contemporary Music og hefur upp frá ţví einbeitt sér ađ sólóferlinum. Hafdís Huld hefur sent frá sér fjórar plötur. Synchronised Swimmers og Dirty Paper Cup sem báđar hafa veriđ gefnar út á erlendum vettvangi og svo barnaplöturnar Vögguvísur og Englar í ullarsokkum sem voru gerđar fyrir Íslenskan markađ. Ný plata frá Hafdísi Huld " Home " er vćntanleg í haust. http://www.youtube.com/user/hafdishuld www.hafdishuld.com

 

Védís Hervör er söngkona, lagasmiđur og mannfrćđingur. Védís kom fyrst fram á sjónarsviđiđ ađeins 16 ára gömul međ frumsömdu lagi sínu Finished Melody og síđasta plata hennar frá árinu 2007 A Beautiful Life - Recovery Project hlaut frábćrar viđtökur og fékk hún dreifingarsamning viđ AWAL music ađ lokinni Airwaves hátíđ sama ár. Védís lćrđi upptökustjórn og hljóđblöndun í Lundúnum. Hún starfar viđ ýmis konar margmiđlun, semur verk fyrir leikhús, auglýsingar og ađra tónlistarmenn ásamt ţví ađ reka lagahöfundateymi í Lundúnum. Védís hefur einnig sungiđ međ hljómsveitinni Bang Gang víđa um heim og vinnur nú ađ sinni ţriđju sólóplötu. Nýjasta lag hennar White Picket Fence hefur vakiđ lukku á útvarpsstöđvum hér heima og í Skandinavíu, lagiđ má heyra hér: http://www.youtube.com/watch?v=FWyIakX-fkU

 

Ragnheiđur Gröndal hefur veriđ međ ástsćlli tónlistarmönnum og söngkonum á Íslandi frá ţví hún kom fyrst fram á sjónarsviđiđ áriđ 2003. Hún hefur gefiđ út 7 geisladiska í eigin nafni međ bćđi eigin efni, ţjóđlögum, djassi og poppi auk ţess ađ hafa komiđ fram á plötum fyrir fjölmarga ađra tónlistarmenn, íslenska og erlenda, úr ýmsum geirum tónlistarinnar. Ragnheiđur hefur veriđ tilnefnd til Íslensku tónlistarverđlaunanna ţrisvar sinnum og hlotiđ verđlaun ţrisvar, sem söngkona ársins, bjartasta vonin og fyrir plötu ársins. Ragnheiđur hefur komiđ fram á fjölmörgum tónleikum, bćđi á Íslandi og erlendis og lög međ henni hafa veriđ mjög vinsćl í útvarpi auk ţess sem plötur hennar hafa selst vel og m.a. náđ platínusölu. Ragnheiđur gerđi samning viđ ţýska útgáfufyrirtćkiđ Beste! Unterhaltung um útgáfu á síđustu plötu sinni, Astrocat Lullaby í Ţýskalandi og fyrirhugađar eru tónleikaferđir á nćstu mánuđum til ađ fylgja henni eftir. http://www.rgrondal.com

 

Tónlistarkonan Lára Rúnars sendi nýveriđ frá sér sína fjórđu breiđskífu, Moment. Viđ gerđ plötunnar var Lára undir áhrifum frá tónlistarkonum á borđ viđ PJ Harvey, St. Vincent og Lykke Li og svo tónlistarmönnum eins og John Grant en ţau áhrif má finna í melódísku og angurvćru indí-poppi Láru. Síđasta breiđskífa Láru Rúnars, Surprise, kom út áriđ 2009 en lög af henni nutu mikilla vinsćlda hér á landi. Međ Surprise vaknađi einnig áhugi fyrir Láru erlendis sem međal annars lék á sérstökum tónleikum fyrir Q Magazine í London ásamt Amy MacDonald auk ţess ađ koma fram á fjöldamörgum tónlistarhátíđum víđs vegar um Evrópu, ţar á međal SPOT, Eurosonic og The Great Escape. www.lararunars.com www.youtube.com/lararunars


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744