Jenný Lára mun leikstýra í Dýrunum í Hálsaskógi

Leikfélagiđ hefur ráđiđ Jenný Láru Arnórsdóttur til ađ leikstýra Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sem sýnt verđur í byrjun árs 2016.

Jenný Lára mun leikstýra í Dýrunum í Hálsaskógi
Fréttatilkynning - - Lestrar 546

Jenný Lára Arnórsdóttir.
Jenný Lára Arnórsdóttir.

Leikfélagiđ hefur ráđiđ Jenný Láru Arnórsdóttur til ađ leikstýra Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sem sýnt verđur í byrjun árs 2016. 

Áćtlađ er ađ hefja samlestur og ćfingar í byrjun nóvember og taka  frí í desember og byrja ađ fullum krafti  aftur í  janúar. Frumsýning er svo áćtluđ um miđjan febrúar.


Jenný Lára útskrifađist sem leikari og leikstjóri frá The Kogan Academy of the Dramatic Arts í London áriđ 2012. Hún hefur leikstýrt nokkrum verkum, ţar á međal Hinn fullkomni jafningi, sem var sýndur í Norđurpólnum haustiđ 2012, Act Alone hátíđinni 2013 og á alţjóđlegri leiklistarhátíđ í Dublin núna voriđ 2015. Einnig leikstýrđi hún verkinu Einki orđ sem frumsýnt var á Tjóđpallinum í Fćreyjum og ferđađist svo um eyjarnar. Hún hefur ađ auki leikstýrt nokkrum áhugaleiksýningum. Hún er stofnandi og listrćnn stjórnandi Uppsprettunnar, sem er einskonar skyndileikhús sem snýst um ađ kynna nýja höfunda, leikara og leikstjóra og er reglulega sett upp í Tjarnarbíói.

Hún lék í myndinni Hrútum og hefur einnig leikiđ í allskonar sýningum og búiđ sjálf til sýningar upp úr viđtölum viđ fólk, ţ.m.t. Elska sem sýnt var í flestum sveitarfélögum í Ţingeyjarsýslunum, en verkiđ vann hún úr raunverulegum ástarsögum Ţingeyinga. Nú síđast setti hún upp sýningu í rútu, ásamt leikkonunni Ađalbjörgu Árnadóttur, sem keyrđi yfir Melrakkasléttu og fjallađi um sögu stađarins og ţađ ađ ferđast vegna vinnu. Sú sýning var einungis sýnd einu sinni á Sólstöđuhátíđ á Melrakkasléttu.

Sigurđur Illugason verđur tónlistarstjóri sýningarinnar.  Hann er ţekkur fyrir sína frábćru leik og tónlistarhćfileika. Hann hefur tekiđ ţátt í sýningum LH undanfarin 30 ár ásamt ţví ađ vera í hinum og ţessum hljómsveitum og ađ semja eigin lög.  Svo skemmtilega vill til ađ hann er frćndi Jennýjar og spennandi  verđur ađ sjá “ Dýrin“  lifna viđ undir ţeirra stjórn.

Leikfélagiđ býđur ţau velkomin til starfa, ţađ er skemmtilegur vetur framundan segir í fréttatilkynningu frá LH.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744