Jakob Héðinn skaut Völsungum áfram

Jakob Héðinn Ró­berts­son skaut Völsungum áfram í sex­tán liða úr­slit Mjólk­ur­bik­ars­ins í kvöld þegar Leiknir F kom í heimsókn.

Jakob Héðinn skaut Völsungum áfram
Íþróttir - - Lestrar 249

Jakob Héðinn Róbertsson.
Jakob Héðinn Róbertsson.

Jakob Héðinn Ró­berts­son skaut Völsungum áfram í sex­tán liða úr­slit Mjólk­ur­bik­ars­ins í kvöld þegar Leiknir F kom í heimsókn.

Leikurinn var marka­laus allt þar til á 85. mín­útu, en þá komust Leiknismenn yfir með marki Björg­vins Stefáns Pét­urs­sonar. 

Sú forysta stóð ekki lengi því Sæþór Ol­geirs­son jafnaði met­in fyr­ir Völsung þrem­ur mín­út­um síðar og venjulegum leiktíma lauk 1-1.

Þá var gripið til fram­leng­ing­ar og komið að þætti Jakobs Héðins því hann skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 103. mín­útu og loka­töl­ur því 2-1 fyrir Völsungi.

Jakob Héðinn varð sex­tán ára gam­all síðasta laug­ar­dag og þetta mark það fyrsta sem hann skor­ar í móts­leik með meist­ara­flokki Völsungs.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Jakob Héðinn skorar hér sigurmarkið og Sæþór Olgeirsson fylgist vel með frænda sínum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744