16. jún
			Jakob Gunnar skoraði bæði mörk Völsunga í sigri á KFGÍþróttir -  - Lestrar 435
			
		Jakob Gunnar Sigurðsson hélt uppteknum hætti í gær þegar Völsungur lagði KFG að velli í 2. deild karla í fótbolta í Garðabæ, 2-1.
Hann skoraði bæði mörk Völsunga líkt og um síðustu helgi og er kominn með ellefu mörk eftir sjö umferðir.
Völsungur er í þriðja sæti með 13 stig eftir sjö umferðir, á eftir Selfossi með 19 stig og Víkingi í Ólafsvík með 15.
































									
































 640.is á Facebook