06. sep
Húsavíkurrétt á laugardag.Aðsent efni - - Lestrar 343
Frístundabændur á Húsavík munu ganga á fjöll laugardaginn 6. september. Réttað verður sama dag kl. 13:00 í Húsavíkurrétt sem er í landi Bakka við Húsavík. Heyrst hefur að mikil spenna sé í loftinu hjá frístundabændum á Húsavík enda mikil samkeppni milli þeirra um að eiga fallegustu og þyngstu lömbin. Því má reikna með að þeir sofi lítið fram að réttardegi og eigi því margar andvökunætur. Til viðbótar má geta þess að útlendingar hafa í auknum mæli beðið um að fá að fara í göngurnar með heimamönnum. Hugsanlega er því hér um að ræða nýja afþreyingu fyrir ferðamenn sem heimsækja Húsavík.