Húsavíkurmótið í handbolta fer fram um helgina

Húsavíkurmótið í handbolta hefst í dag í höllinni og er það í tuttugasta skipti sem það fer fram.

Húsavíkurmótið í handbolta fer fram um helgina
Íþróttir - - Lestrar 361

Fjör á Húsavíkurmótinu 2010.
Fjör á Húsavíkurmótinu 2010.

Húsavíkurmótið í handbolta hefst í dag í höllinni og er það í tuttugasta skipti sem það fer fram.

Í ár er mótið fyrir stúlkur sem eru á eldra ári í 6. flokki, eru fæddar árið 2000. Um 230 keppendur koma ásamt þjálfurum og fararstjórum.  

Það verður því mikið um að vera í íþróttahöllinni á Húsavík þessa helgina en mótið hefst kl. 17:00 í dag, og stendur fram á sunnudag.  

Völsungur, samstarfsfyrirtæki og stofnanir bjóða gestum og þátttakendum upp á alls konar afþreyingu í tengslum við mótið. Söfnin verða opin og sundlaugin og að auki boðið upp á leiksýningu og diskótek í samstarfi við Borgarhólsskóla.  

Handknattleiksráð Völsungs hvetur alla til að kíkja í höllina þessa helgi og fylgjast með sprækum handboltastelpum alls staðar af landinu.

Heimild: volsungur.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744