09. júl
Hreinsuðu rusl við Bakkaá og nágrenniAlmennt - - Lestrar 103
Í liðinni viku stóðu starfsmenn PCC fyrir ruslahreinsun utan athafnasvæðis fyrirtækisins í samstarfi við Ocean Missions.
Að þessu sinni var áherslan lögð á Bakkaá og strandlengjuna í næsta nágrenni.
Frá þessu segir á Fesbókarsíðu PCC en áður en hreinsunarstarfið hófst kynntu fulltrúar Ocean Missions stuttlega starfsemi samtakanna. Þau hafa frá árinu 2019 staðið fyrir strandhreinsunum víða um land, auk rannsókna og fræðslu um plastmengun í hafinu.
Við Bakkaá var týnt ýmiss konar rusl, þar á meðal stórsekkir sem því miður hafa fokið frá svæði PCC en undanfarin misseri hefur verklagi verið breytt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
Einnig var strandlengjan í Bakkakrók hreinsuð og alls voru um 100 kg af rusli fjarlægð úr fjörunni.
Ocean Missions (https://www.oceanmissions.org/) standa fyrir vikulegum strandhreinsunum yfir sumartímann þar sem sjálfboðaliðar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum.