Haldið upp á alþjóðlegan dag hafsins á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 203
Í tilefni alþjóðlega Dags hafsins “World Oceans Day”, hinn 8. júní komu um 20 sjálfboðaliðar saman til að hreinsa strandlengjuna á Höfðagerðissandi á Tjörnesi.
Þar söfnuðust um 500 kg af rusli á innan við 2 klukkustundum. Þar fundust aðallega veiðarfæri, fiskikör og annað tengt fiskveiðum og vinnslu.
Þegar til baka til Húsavíkur var komið stillti hópurinn sér upp um borð í skonnortunni Ópal hvar netadræsa sem einnig fannst á strandlengjunni hafði verið hengd upp í rá til að vekja athygli á verndun hafsins og mikilvægi þess að halda ströndum Íslands hreinum. Fuglar við strendur eru afar viðkvæmir fyrir loftslagsbreytingum og mengun hafsins, sérstaklega plasti og veiðarfærum.
Norðursigling og Íslenska Gámafélagið studdu verkefnið nú sem fyrri ár.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.