Guðrún Kristinsdóttir maður ársins 2020

Friðgeir Bergsteinsson stóð fyrir vali á Húsvíkingi/Þingeyingi ársins á dögunum og var valið kunngjört í gær.

Guðrún Kristinsdóttir maður ársins 2020
Fólk - - Lestrar 294

Guðrún Kristinsdóttir.
Guðrún Kristinsdóttir.

Friðgeir Bergsteinsson stóð fyrir vali á Húsvíkingi/Þingeyingi ársins á dögunum og var valið kunngjört í gær.

Svo skrifar Friðgeir á Fésbókarsíðuna Húsavík fyrr og nú:

Hér eru nokkur ummæli sem hún fékk frá lesendum og gáfu henni sitt atkvæði í leiðinni.

Guðrún Kristinsdóttir alla leið, fyrir einstaklega óeigingjarnt og höfðinglegt framtak. Það að fá hugmyndina er eitt, en að klára hana alla leið er hreint afrek! Þrefalt húrra fyrir Guðrúnu.
Guðrún Kristins fær mitt atkvæði - Dásamleg kona og frábær kennari.
Guðrún Kristinsdóttir, dásamleg kona.
 
Guðrún hefur sett svip sinn á góða kennslu við Borgarhólsskóla undanfarin ár og verið frábær í starfi Völsungs. Frábær formaður og frábær kennari. Einnig prjónaði Guðún 57 ullapeysur. Hún vildi gera eitt stórt góðverk á árinu og setti hún sér það markmið að prjóna lopapeysur handa starfsfólki og íbúum SOS barnaheimilis í Rúmeníu.
 
Guðrún Kristins er vel að þessu komin og fær að launum Pizzuveislu frá Sölku og gjafarbréf frá Garðarhólma. Hún er nú þegar búin að heyra frá mér.
 
Til hamingju Guðrún. Takk allir kærlega fyrir að senda mér ykkar tillögur og til hamingju allir hinir sem fengu atkvæði.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744