12. maí
Fyrsta málminum tappað af ofninum í gærAlmennt - - Lestrar 516
Stórum áfanga var náð í gær þegar fyrsta kíslinum var tappað af fyrri ljósbogaofninum í kísilveri PCC BakkaSilicon.
Það ríkir mikil gleði á meðal starfsmanna PCC BakkiSilicon yfir áfanganum en á heimasíðu fyrirtækisins segir að uppkeyrslan hingað til hafi gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlum. Það sem mestu skiptir þó er að hún hefur verið án slysa á fólki og óhappa.
Í gær var unnið að því að fínstilla rekstur reykhreinsivirkisins sem varð til þess að neyðarskorsteinar voru opnaðir í skamma stund og var reykur frá verksmiðjunni sjáanlegur á meðan.