23. sep
Fréttaţulur BBC veitir landkönnunarverđlaun á HúsavíkFréttatilkynning - - Lestrar 673
Landkönnunarhátíđ á Húsavík hefur stađiđ síđustu 3 daga og verđur hápunktur hátíđarinnar í dag ţegar Landkönnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verđa veitt í ţriđja sinn.
Babita Sharma, fréttaţulur BBC World News mun kynna verđlaunin í dag, en síđustu tvö ár hafa tveir forsetar Íslands, Guđni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson, veitt verđlaunin fyrir hönd Könnunarsafnsins sem stendur ađ hátíđinni.
Í tilkynningu segir ađ ţátttakendur í hátíđinni í ár séu međal annara Alex Bellini sem fyrr á ţessu ári fór yfir Vatnajökul og hefur m.a. fariđ einn í 227 daga róđur yfir Atlantshafiđ, og Edurne Pasaban sem er fyrst kvenna til ađ klífa öll 14 fjöll heims yfir 8 ţúsund metrum.
Verđlaunin hafa áđur m.a. veriđ veitt Harrison Schmitt tunglfara, hinum Indversku Malik systrum, siglingakonunni Jessicu Watson sem fór 16 ára umhverfis hnöttin, og áhöfn Haraldar Hárfagra. Hátíđinni lýkur á morgun.