Framsýn hefur kynningar á nýgerđum kjarasamningi á nćstu dögum

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa ríflega 100.000 félaga í 30 stéttarfélögum undirrituđu fyrir helgina kjarasamninga til ţriggja ára og

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa ríflega 100.000 félaga í 30 stéttar-félögum undirrituđu fyrir helgina kjarasamninga til ţriggja ára og átta mánađa, eđa til 1. nóvember 2022.

Ţá var kynntur svokallađur lífskjarasamningur ríkisstjórnarinnar og ađila vinnumarkađarins, sem ćtlađ er ađ tryggja launafólki enn frekari kjarabćtur en kveđiđ er á um í kjarasamningnum sjálfum.
 
Á heimasíđu Framsýnar-stéttarfélags segir ađ félagiđ muni hefja kynningu á samnignum á nćstu dögum međ skrifum á heimasíđunni og međ félagsfundum.
 
Hér koma nokkur atriđi er tengjast kjarasamningnum og yfirlýsingum ríkistjórnarinnar.
 

90.000 króna hćkkun á samningstímanum

Samkvćmt samningi SA og verkalýđshreyfingarinnar nema hreinar launahćkkanir ţeirra sem starfa á töxtum 90 ţúsund krónum í fjórum hćkkunum yfir samningstímann, en almenn hćkkun mánađarlauna er nokkru lćgri, eđa 68.000 krónur. Til viđbótar ţessu kemur 26.000 krónu eingreiđsla í byrjun maí á ţessu ári.

30 prósenta hćkkun lćgstu launa

Flöt krónutöluhćkkunin veldur ţví ađ ţau sem lćgst hafa launin hćkka hlutfallslega mest, eđa um 30 prósent á samningstímanum. Lágmarkslaun verđa 317.000 frá og međ 1. apríl en fara í 368.000 í ársbyrjun 2022.

Einnig er kveđiđ á um enn meiri hćkkanir í takt viđ betri afkomu fyrirtćkja og hagvöxt í ţjóđfélaginu. Ţetta, segja fulltrúar verkalýđshreyfingarinnar, eru nýmćli sem marka tímamót í kjarasamningagerđ. Einnig er opnađ fyrir möguleikann á ađ stytta almenna vinnuviku niđur í 36 klukkustundir.

Ríkisstjórnin lofar skattalćkkunum

Eitt og annađ er í samningnum sem ćtlađ er ađ auka ráđstöfunartekjur launafólks og vera ţannig ígildi launahćkkana. Enn fleira af ţeim toga er ađ finna í áđurnefndum Lífskjarasamningi ríkisstjórnarinnar og ađila vinnumargađarins. Í honum bođar ríkisstjórnin margvíslegar ađgerđir sem metnar eru til um ţađ bil áttatíu milljarđa króna á samningstímabilinu.

Ţar á međal eru fyrirheit um 12 mánađa fćđingarorlof og hćrri barnabćtur, ţriggja ţrepa skattkerfi sem tryggja á 10.000 króna skattalćkkun til hinna lćgst launuđu á mánuđi.

Verđtrygging og húsnćđismál vega ţungt

Einnig er kveđiđ á um breytingar á lögum um verđtryggingu. Ţar vegur tvennt ţyngst: Banna á verđtryggingu á lán til skemmri tíma en tíu ára og lengri en 25 ára frá og međ nćstu áramótum, og leita leiđa til ađ taka fasteignaverđ út úr vísitölu neysluverđs. Loks eru gefin fyrirheit um víđtćkar ađgerđir í húsnćđismálum og uppbyggingu félagslega húsnćđiskerfisins.

Ekki var annađ ađ heyra á samningsađilum og fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gćrkvöld en ađ almenn ánćgja ríkti međ niđurstöđuna, sem sögđ er koma sér best fyrir láglaunafólk og ungar barnafjölskyldur.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744