Félagsmenn Framsýnar tæplega fjögur þúsund

Fram kom á aðalfundi Framsýnar- stéttarfélags á dögunum að alls greiddu 3.446 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2018.

Félagsmenn Framsýnar tæplega fjögur þúsund
Almennt - - Lestrar 172

Fram kom á aðalfundi Framsýnar- stéttarfélags á dögunum að alls greiddu 3.446 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2018.

Af þeim sem greiddu til Framsýnar á síðasta ári voru 2.234 karlar og 1.212 konur sem skiptast þannig: konur eru 35% og karlar 65%.

Skýringin á kynjahlutfallinu liggur fyrir, breytingarnar eru tilkomnar vegna verklegra framkvæmda á svæðinu á síðustu árum og því hefur karlastörfum fjölgað umtalsvert umfram hefðbundin kvennastörf.

Lengi vel var kynjahlutfallið nánast jafnt. Flest bendir til þess að kynjahlutfallið muni jafnast frekar á næstu árum.

Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 344, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði. Á hverjum tíma falla um 8 til 10% félagsmanna undir þessa skilgreiningu.

Félagsmenn þann 31. desember 2018 voru samtals 3.790. Stærstu hóparnir innan félagsins starfa við ferðaþjónustu, matvælaiðnað, mannvirkja- og byggingagerð.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744