Fagnar frétt um ađ sameining framhaldsskóla á NA-landi sé ekki á dagskráFréttatilkynning - - Lestrar 394
Skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík kom saman til fundar í dag og sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í kjölfariđ:
Skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík fagnar frétt RÚV frá ţví fyrr í dag, 22.5.2015, ţar sem sagt er ađ sameining framhaldsskóla á Norđausturlandi sé ekki á dagskrá og ađ engin ákvörđun hafi veriđ tekin í ţeim efnum.
Ađ mati skólanefndarinnar eiga markmiđin framundan ađ snúast um ađ tryggja nemendum, og tilvonandi nemendum skólans, fjölbreytt og öflugt nám, ađ tryggja sjálfrćđi og sjálfstćđi stofnunarinnar á sama tíma og rammi verđi settur utan um virkari samvinnu milli framhaldsskóla innan svćđisins.
Byggđaţróun í hérađinu hefur veriđ međ ţeim hćtti undanfarin ár ađ nemendafćđ hefur orđiđ veruleg áhrif á bolmagn skólans til ađ halda úti fjölbreyttu námi. Viđ ţessari stöđu ţarf ađ bregđast en leiđin sem valin verđur til ţess ţarf ađ hafa ofangreind markmiđ ađ leiđarljósi. Ţađ verđur hins vegar ađ viđurkenna ţá stađreynd ađ smćrri skólar eru og verđa hlutfallslega dýrari rekstrareiningar en ţeir stćrri og óraunhćft er ađ gera sömu hagkvćmnikröfur á alla skóla óháđ stćrđ.
Skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík telur aukiđ samstarf og samvinnu skóla af hinu góđa sé gengiđ út frá ţví ađ leiđarljósiđ verđi efling námsins en ekki fjárhagsleg skerđing stofnunarinnar. Skólanefndin er reiđubúin til ađ takast á viđ verkefnin framundan en á ofangreindum forsendum.