Einn af stærstu áföngum framkvæmdarinnar

"Þetta er einn af stærstu áföngum framkvæmdarinnar" Sagði Ragnar Hermannsson hjá Trésmiðjunni Rein í morgun þegar þakið á Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða var

Einn af stærstu áföngum framkvæmdarinnar
Almennt - - Lestrar 910

Þaksteypa á Sjóböðunum í morgun.
Þaksteypa á Sjóböðunum í morgun.

"Þetta er einn af stærstu áföngum framkvæmdarinnar" Sagði Ragnar Hermannsson hjá Trésmiðjunni Rein í morgun þegar þakið á Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða var steypt.

"Á fimm og hálfri klukkustund lögðum við niður um 150 rúmmetra af steypu 800 fermetra hellu.

Þetta markar tímamót í framkvæmdinni því nú er byggingin orðin vatsnheld að ofan og við getum farið að vinna innanhúss". Sagði Ragnar og bætti við að Trésmiðjan Rein þakkar undirvertökum fyrir góða þjónustu við að koma þessu í verk og nú fari allir glaðir í páskafrí.

Þakið steypt á sjóböðunum

Þakið steypt á Sjóböðunum í morgun.

Ljósmynd Ragnar Hermannsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744