Cirkus Flik Flak kemur til Húsavíkur

Í næstu viku kemur barna- og unglingasirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku í heimsókn til Húsavíkur og heldur sýningu í Íþróttahöllinni.

Cirkus Flik Flak kemur til Húsavíkur
Fréttatilkynning - - Lestrar 496

Í næstu viku kemur barna- og unglingasirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku í heimsókn til Húsavíkur og heldur sýningu í Íþróttahöllinni 

Sirkusinn hefur áður komið hingað til lands og hélt sýningar í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ árin 2003 og 2007 við góðar undirtektir.

Sýningin verður þriðjudaginn 2. júlí kl. 19.00. Allir eru hjartanlega velkomnir en sýningin er gestum að kostnaðarlausu. (Fréttatilkynning)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744