Bríet hyggst byggja á Þórshöfn

Langanesbyggð fékk nýlega jákvætt svar við erindi um að Leigufélagið Bríet byggi upp íbúðir í sveitarfélaginu.

Bríet hyggst byggja á Þórshöfn
Almennt - - Lestrar 143

Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn.

Langanesbyggð fékk nýlega jákvætt svar við erindi um að Leigufélagið Bríet byggi upp íbúðir í sveitarfélaginu. 

Í tilkynningu á heimasíðu Langanesbyggðar segir að stjórn Bríetar hafi samþykkt að fara í uppbyggingarverkefni í Langanesbyggð og byggir það á fyrirliggjandi húsnæðis-áætlun Langanesbyggðar.

Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og nokkurra sveitarfélaga, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónamiða.

Framundan er því vinna hjá Langanesbyggð og Bríeti að eiga samtöl við áhugasama verktaka um byggingu íbúða á Þórshöfn. Ef þessi áform ganga eftir er það mjög jákvætt skref fyrir húsnæðismarkað-inn og uppbyggingu leigumarkaðar á svæðinu þar sem undirliggjandi skortur er á minni íbúðum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744