Ályktun Stúdentaráđs Háskóla Íslands um ríkisfjármálaáćtlun 2018 - 2022

Stúdentaráđ Háskóla Íslands harmar stöđu Háskóla Íslands í nýlega birtri ríkisfjármálaáćtlun fyrir árin 2018 - 2022.

Stúdentaráđ Háskóla Íslands harmar stöđu Háskóla Íslands í nýlega birtri ríkisfjármálaáćtlun fyrir árin 2018 - 2022.

Fulltrúar allra flokka á Alţingi lýstu ţví yfir, í ađdraganda síđustu alţingiskosninga, ađ Ísland skyldi stefna ađ međaltali OECD-ríkjanna í fjárframlögum til háskólakerfisins á hvern háskólanema á kjörtímabilinu. Stađfesti Alţingi fjármálaáćtlunina óbreytta er ljóst ađ ţví markmiđi verđur ekki náđ, og ţó er um hóflegt markmiđ ađ rćđa. Stúdentaráđ telur jafnframt villandi ađ međ framlögum til háskóla séu talin framlög til byggingar Húss íslenskra frćđa, en viđbótarframlög til háskólastigsins munu ađ mestu leyti renna í ţá framkvćmd fram til ársins 2020.

Í ályktun rektora allra háskóla á Íslandi frá 14. desember síđastliđnum kom fram ađ til ţess ađ sinna grunnstarfsemi háskólanna ţurfi ađ auka framlög til háskólakerfisins um tvo milljarđa á ári nćstu árin. Áćtlunin felur ţví í raun í sér frekari ađhaldskröfur til háskólanna. Ţađ setur samkeppnishćfni íslenskra háskóla og íslensks samfélags á alţjóđavettvangi í hćttu. Öflugir háskólar eru grundvöllur framţróunar, nýsköpunar og sérhćfingar í hverju samfélagi og krefst Stúdentaráđ ţess ađ alţingismenn standi viđ gefin loforđ um fjármögnun íslensks háskólakerfis.

Stúdentaráđ Háskóla Íslands leggst alfariđ gegn ţví ađ framlögđ ríkisfjármálaáćtlun til ársins 2022 verđi samţykkt í óbreyttri mynd. 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744