15 mín. skákmót Goðans

Hið árlega 15. mín skákmót Goðans 2010verður haldið að Laugum í Reykjadal(Litlulaugaskóla) laugardaginn 18 september nk. Mótið hefst kl 13:00 og því lýkur

15 mín. skákmót Goðans
Aðsent efni - - Lestrar 36

Hið árlega 15. mín skákmót Goðans 2010verður haldið að Laugum í Reykjadal(Litlulaugaskóla) laugardaginn 18 september nk.

Mótið hefst kl 13:00 og því lýkur um kl 17:00.

Tefldar verða skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann og er reiknað með því að tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, en það fer þó eftir fjölda þátttakenda.

Mótið er opið öllu skákáhugafólki.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk farandsbikars og nafnbótina "15 mín meistari Goðans 2010" fyrir efsta sætið.

Núverandi 15 mín meistari Goðans er Jakob Sævar Sigurðsson.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.

Keppnisgjald er 500 krónur fyrir fullorna en 250 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Mótið verður reiknað til atskákstiga.

Æskilegt er að áhugasamir skrái sig til leiks í síðasta lagi kvöldið fyrir mót.

H.A.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744