Völsungar fjölmennir á Norðurlandsmótinu í Boccia

Á Norðurlandsmótinu í Boccia sem haldið var á Akureyri um helgina átti Völsungur hvorki meira né minna en níu lið en keppt var í tveggja manna liðum.

Völsungar fjölmennir á Norðurlandsmótinu í Boccia
Íþróttir - - Lestrar 448

Anna María og Einar Annel með verðlaunin.
Anna María og Einar Annel með verðlaunin.

Á Norðurlandsmótinu í Boccia sem haldið var á Akureyri um helgina átti Völsungur hvorki meira né minna en níu lið en keppt var í tveggja manna liðum.  

Þeir félagar Kristbjörn Óskarsson og Ásgrímur Sigurðsson náðu bestum árangri í flokki þroska-hamlaðra og komust í úrslit.

Völsungur átti þrjú lið í opnum flokki, tvö frá félagi eldriborgara og eitt frá Bocciadeild Völsungs.

Úrslit í opna flokknum fóru þannig að Egill Þór Valgeirsson og Anna Einarsdóttir úr Eik lentu í 1.sæti, Sigríður Valdimarsdóttir og Jóhann Þórarinsson úr Völsungi í 2.sæti og Völsungarnir Einar Annel Jónasson og Anna María Þórðardóttir lentu í 3.sæti.

Mótið tókst í alla staði vel og endaði að sjálfsögð á lokahófi þar sem verðlauna afhending fór fram. Það var íþróttafélagið Eik sem hélt mótið að þessu sinni en á næsta ári verður það í umsjón Snerpu á Siglufirði.

Þorgeir Baldursson var á mótinu vopnaður myndavél og sendi 640.is meðfylgjandi myndir en með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Boccia

Glaðbeittir Völsungar, Kiddi, Lindi, Anna María og Sylgja Rún.

Boccia

Kristín Magg, Lena Hermannsdóttir og Rut Guðnýjardóttir.

Kiddi

Kiddi Óskars lætur vaða, Ási fylgist vel með.

Ási

Bárðdælingurinn Ásgrímur einbeittur á svip.

Olli

Olli vandar sig.

Olli og Víðir

Víðir Rósbeeg kom að fylgjast með Olla bróður sínum sem og öðrum Völsungum

Lindi

Lindi kátur að venju.

Boccia

Verðlaunaafhendingin á lokahófinu.

Anna María og Einar Annel

Anna María og Einar Annel með verðlaunin.

Boccia

Einar Annel ánægður með verðlaunin.

Boccia

Völsungar á lokahófinu.

Boccia


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744