Viljayfirlýsing um nýja lausn í fráveitu viđ Mývatn

Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra, rituđu í dag ásamt fulltrúum

Viljayfirlýsing um nýja lausn í fráveitu viđ Mývatn
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 267

Frá undirrituninni á Mývatni.
Frá undirrituninni á Mývatni.

Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra, rituđu í dag ásamt fulltrúum Skútustađahrepps og fulltrúa Landgrćđslu ríkisins, undir viljayfirlýsingu um samstarf viđ úrbćtur í fráveitumálum viđ Mývatn. 

Í tilkynningu segir ađ unniđ verđi ađ framkvćmd ţróunarverkefnis, sem felst í ţví ađ taka seyru úr skólpi í byggđ viđ Mývatn og nýta hana til uppgrćđslu á illa förnu landi á Hólasandi. 

Leitađ hefur veriđ lausna um hríđ á fráveitumálum viđ Mývatn, ekki síst vegna áhyggna vísindamanna um ađ nćringarefni úr fráveitu geti haft neikvćđ áhrif á lífríki vatnsins. Lausnin sem nú verđur unniđ ađ er ađ miklu leyti nýmćli á Íslandi, en hún felst í ađskilnađi sk. svartvatns og grávatns, ţar sem svartvatni er safnađ og ekiđ burt og ţađ síđan nýtt fjarri vatninu til landgrćđslu. 

„Ţetta er góđ lausn fyrir Mývatn og fyrir umhverfiđ,“ segir Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra. „Ávinningurinn viđ ţetta er ţríţćttur; álag á lífríki Mývatns minnkar, nćringarefnin eru nýtt sem áburđur til landgrćđslu og ţessi lausn er hagkvćmari en ţćr lausnir sem hafa lengst af veriđ á borđinu. Hér er varúđarreglan virkjuđ og hagsmunir náttúrunnar hafđir í fyrirrúmi.“

„Međ ţessari viljayfirlýsingu er stađfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til ađ koma ađ ţessu mikilvćga verkefni međ heimamönnum“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra. „Ein helsta forsenda fyrir ađkomu ríkisins ađ málinu er hiđ einstaka lífríki Mývatns- og Laxársvćđisins sem nýtur verndar ađ lögum en Mývatn var fyrsta svćđiđ sem Ísland tilkynnti til alţjóđlegrar skrár um verndun votlendis á grundvelli Ramsar-sáttmálans. Ţađ er sérstakt gleđiefni hversu vel heimamenn hafa haldiđ á ţessu verkefni í samstarfi alla ađila. Ţannig hefur veriđ fundin hagkvćm og umhverfisvćn lausn međ ađkomu íslenskra sérfrćđinga á fjölmörgum sviđum, allt frá verkfrćđi til landgrćđslu.“

Umrćđa hefur veriđ um ástand lífríkis í Mývatni um nokkra hríđ, međal annars á Alţingi. Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum ađ innstreymi nćringarefna af mannavöldum kunni ađ ýta undir bakteríublóma og fleiri neikvćđa ţćtti í vistkerfi vatnsins. Umhverfis- og auđlindaráđuneytiđ lét gera úttekt á fráveitumálum viđ Mývatn 2017 og í kjölfar hennar gerđi Skútustađahreppur umbótaáćtlun, ţar sem fram kom ađ sveitarfélagiđ taldi sig ekki geta hrint henni í framkvćmd án ađstođar ríkisvaldsins, ţar sem kröfur vćru strangar og umbćtur dýrar fyrir fámennt sveitarfélag. Í desember 2017 ákvađ ríkisstjórnin ađ ganga til viđrćđna viđ Skútustađahrepp um mögulega ađkomu ríkisins ađ fráveitumálum. Skútustađahreppur setti svo fram nýja umbótaáćtlun, sem var samţykkt af heilbrigđisnefnd Norđurlands eystra í mars. Í kjölfar ţess var gengiđ frá samkomulagi um ađkomu ríkisvaldsins ađ umbótaáćtluninni, verkaskiptingu ađila og fjármögnun. Ţađ samkomulag var formfest í viljayfirlýsingunni sem ritađ var undir í dag.

Samhliđa umbótum í fráveitu verđur vöktun á Mývatni efld, einkum á innstreymi nćringarefna í vatniđ. Efld vöktun af ţví tagi er ţegar hafin undir stjórn Náttúrurannsóknastöđvarinnar viđ Mývatn, en hún verđur frekar útfćrđ á nćstunni. 

Frá undirrituninni á Mývatni

Frá undirrituninni i dag. F.v. Magnús Jóhannsson fulltrúi Landgrćđslu ríkisins, Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra og Ţorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustađahrepps.

Myndin er fengin af vef Stjórnarráđsins.

Fráveitumál og landgrćđsla í Mývatnssveit - viljayfirlýsing


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744