Vel heppnuð Sólstöðuhátíð á Kópaskeri

Kópaskersbúar héldu sína árlegu bæjarhátíð um helgina og fyrir utan stórglæsilega dagskrá heiðraði blessuð sólin hátíðina með nærveru sinni.

Vel heppnuð Sólstöðuhátíð á Kópaskeri
Almennt - - Lestrar 554

Guðrún fjallkona flutti ljóðið Sólstöðuþula.
Guðrún fjallkona flutti ljóðið Sólstöðuþula.

Kópaskersbúar héldu sína árlegu bæjarhátíð um helgina og fyrir utan stórglæsilega dagskrá heiðraði blessuð sólin hátíðina með nærveru sinni.

Dagskráin hófst kl. 19:00 á föstudagskvöldi við skólahúsið með ljóðalestri Guðrúnar Kristjánsdóttur fjallkonu en hún flutti ljóðið Sólstöðuþula eftir Ólöfu Sigurðardóttir frá Hlöðum með miklum glæsibrag. 

Í kjölfarið var boðið upp fjölþjóðlegt súpuhlaðborð, grænmetissúpa frá Spáni, og kjötsúpur frá Póllandi og Íslandi, aldeilis gómsætar súpur.

Frábær byrjun á hátíðinni sem lesa má nánar um og sjá myndir á vefnum oxarfjordur.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744