Útkrift frá skrifstofuskóla ÞÞ

Laugardaginn 16. mars komu nemendur Skrifstofuskólans í síðustu námslotuna sína en verkefni dagsins var að kynna lokaverkefnin sín.

Útkrift frá skrifstofuskóla ÞÞ
Almennt - - Lestrar 332

Frá útskrift skrifstofuskóla ÞÞ. Lj. hac.is
Frá útskrift skrifstofuskóla ÞÞ. Lj. hac.is

Laugardaginn 16. mars komu nemendur Skrifstofuskólans í síðustu námslotuna sína en verkefni dagsins var að kynna lokaverkefnin sín.

Á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga segir að tilgangur lokaverkefnisins hafi verið að samþætta þá hæfni, leikni og þekkingu sem nemendur höfðu aflað sér í öðrum hlutum námsins til að móta nýja viðskiptahugmynd. 

Margar skemmtilegar og frumlegar viðskiptahugmyndir komu fram; Vaskur, Norðursól, Sveitajógúrt og Kjuði í stuði. Þegar kynningu á verkefnunum var lokið og búið að spyrja nemendur spjörunum úr, tók við útskrift úr náminu og að því loknu fór hópurinn saman út að borða.

Skrifstofuskólinn 

Á myndinni má sjá nemendur Skrifstofuskólans ásamt teimur af kennurum námsleiðarinnar. Á myndina vantar einn nemanda og þrjá kennara. Ljósmynd hac.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744