Útilega hjá 10. bekkingum í nóvembermánuði

Segja má að nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla séu búnir að vera í útilegu í gamla Samkomuhúsinu frá því í september.

Útilega hjá 10. bekkingum í nóvembermánuði
Fréttatilkynning - - Lestrar 294

Útilega í Samkomuhúsinu.
Útilega í Samkomuhúsinu.

Segja má að nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla séu búnir að vera í útilegu í gamla Samkomuhúsinu frá því í september.

En þeir eru að æfa leikrit sem heitir Útilega og fjallar um krakka sem fara reyndar ekki í útilegu, a.m.k. ekki tjaldútilegu heldur fara þeir í fjallaskála sem fjölskylda einnar stelpunnar á. Þar er ekkert rafmagn, enginn sími og ekkert netsamband.

Í raunveruleikanum þykir mörgum unglingnum afar erfitt að vera án netsambands og símasambands, það á einnig við í þessu leikriti. Af óviðráðanlegum orsökum enda krakkarnir kennaralausir í fjallaskálanum og þurfa að leysa málin upp á eigin spýtur.


Útilega

Leikritið er hluti af fjáröflun 10. bekkjar en það er gömul hefð hér í Borgarhólsskóla að 10. bekkingar fari í útskriftarferð að lokinni grunnskólagöngu sinni.

Útilega

Verkið er samið af Guðjóni Sigvaldasyni og það er Halla Rún Tryggvadóttir sem leikstýrir. Frumsýnt verður 1. nóvember og  verða samtals 6 sýningar á verkinu, allar í fyrstu vikunni í nóvember. Miðapantanir eru í síma 464-1129, tveimur tímum fyrir sýningu.

Halla Rún, Ágúst Þór og Sverrir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744