Tveir þingeyingar í landsliði kjötiðnaðarmanna

Landslið kjötiðnaðarmanna hélt til Lisburn í Norður Írlandi í byrjun október til að etja kappi í kjötiðn við landslið Írlands sem eru ríkjandi

Róbert Ragnar og Jónas. Ljósm. veitingageirinn.is
Róbert Ragnar og Jónas. Ljósm. veitingageirinn.is

Landslið kjötiðnaðarmanna hélt til Lisburn í Norður Írlandi í byrjun október til að etja kappi í kjötiðn við landslið Írlands sem eru ríkjandi heimsmeistarar í greininni.

Frá þessu greinir á vef Norðlenska en fyrirtækið átti tvo starfsmenn í þessari ferð.

Róbert Ragnar Skarphéðinsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Húsavík var liðsmaður í landsliðinu og Stefán Einar Jónsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Akureyri fór sem dómari. 

Á fyrri keppnisdegi var keppt í einstaklingskeppni og svo í tveggja manna keppni. Á seinni keppnisdegi var keppni á milli Íslands og Írlands. Íslenska landsliðsmönnunum gekk vel miðað við að vera keppa í fyrsta skipti og var ekki mikill munur á þó Írarnir hefðu betur að þessu sinni. Enn mjórri var munurinn í liðakeppninni.

Í kjölfar keppninnar var Stefán Einar valinn sem Deputy Chief Expert fyrir Euroskils 2020.

Þá var Jónas Þórólfsson einnig í landsliðinu en hann ersjálfstætt starfandi kjötiðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskála í Útkinn.

Lesa má nánar um keppnina á vefnum Veitingargeiranum en næsta verkefni landsliðsins er heimsmeistaramótið í kjötiðn (World Butcher Challenge) sem haldið verður í Sacramento í Bandaríkjunum í september 2020. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744