Ţingeyskar gjörđabćkur á veraldarvefnum

Á vormánuđum 2017 hlaut Hérađsskjalasafn Ţingeyinga styrk frá Ţjóđskjalasafni Íslands til ađ ljósmynda elstu gjörđabćkur hreppa á starfssvćđi sínu

Ţingeyskar gjörđabćkur á veraldarvefnum
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 158 - Athugasemdir (0)

Á vormánuđum 2017 hlaut Hérađsskjalasafn Ţingeyinga styrk frá Ţjóđskjalasafni Íslands til ađ ljósmynda elstu gjörđabćkur hreppa á starfssvćđi sínu.

Einnig hlaut Hérađsskjalasafn Ţingeyinga ásamt Hérađsskjalasafninu á Akureyri og Hérađsskjalasafni Árnesinga styrk til ađ miđla skjölum á veraldarvefnum.

Síđustu mánuđi hefur veriđ unniđ viđ ađ afrita gjörđabćkurnar. Hérađsskjalavörđur stýrđi verkinu en um ljósmyndun sá Sigurđur Narfi Rúnarsson. Samtals voru 35 gjörđabćkur afritađar frá 13 hreppum í Ţingeyjarsýslu, samtals tćplega 12 ţúsund blađsíđur. Samhliđa var unniđ ađ ţróun vefsíđu til ađ miđla skjölunum.

Í dag er opnađur nýr vefur á vefsetri Menningarmiđstöđvar Ţingeyinga sem er sérstaklega ćtlađur til ađ birta skjöl. Á sama tíma birta Hérađsskjalasafn Árnesinga og Hérađsskjalasafniđ á Akureyri sínar gjörđabćkur á sama hátt.

Í hreppabćkur er skráđ afar áhugaverđ saga byggđanna, ţćr eru međal ţeirra gagna sem notendur skjalasafna hafa mestan áhuga á ađ skođa. Ţar má finna upplýsingar um ţróun byggđar, búsetu, kaup og sölu jarđa og svo mćtti lengi telja. Međ ţessu verkefni er stígiđ mikilvćgt skref í ţá átt ađ safnkostur hérađsskjalasafna verđi ađgengilegur á ţennan hátt. Ţá geta frćđimenn, stjórnsýslan og almenningur skođađ og rannsakađ gögn óháđ búsetu og opnunartíma safnanna.

Sjá nánar á www.husmus.is

 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744