Stolið frá björgunarsveitinni

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík er mikilvægur hlekkur í samfélaginu. Sveitin rekur hvers konar tól og tæki, húsnæði o.fl. Til að reka slíka sveit þarf

Stolið frá björgunarsveitinni
Almennt - - Lestrar 736

Umræddir gámar bj.sv. Garðars á hafnarsvæðinu
Umræddir gámar bj.sv. Garðars á hafnarsvæðinu

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík er mikilvægur hlekkur í samfélaginu. Sveitin rekur hvers konar tól og tæki, húsnæði o.fl. Til að reka slíka sveit þarf fjármuni og einn mikilvægur liður í fjármögnum starfsins er söfnun endurskilaumbúða.

Fyrir utan húsnæði sveitarinnar á hafnarsvæðinu eru þar til gerðir gámar þar sem íbúar og gestir geta gefið sveitinni umbúðir úr áli, gleri og plasti. Fyrir hverja umbúð fást 15 krónur. Árið 2013 skiluðu Íslendingar um 90% af drykkjarumbúðum. Útflutningsverðmæti þeirra nemur þannig á hverju ári um 250 millj.kr. samkvæmt upplýsingum frá Endurvinnslunni hf.

Það er því ljóst að endurskilaumbúðir eru mikilvægur tekjuþáttur í starfi björgarsveitarinnar Garðars. Tekjur sveitarinnar af endurskilaumbúðum árið 2013 voru um 800 þús. krónur. Nýlega var dekkjagangur undir eina björgunarbifreið endurnýjaður og nam kostnaðurinn við það um 850 þús. krónur.

Hinsvegar hefur borið á því að dósum og öðrum skilaumbúðum hefur verið stolið úr gámum sveitarinnar. Sveitinni hafa borist ábendingar um slíkt og jafnframt hverjir hafa verið þar að verki. Samkvæmt upplýsingum frá björgarsveitinni er næsta skref að kæra málið til lögreglu haldi þetta hátterni áfram.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744