Stelpurnar byrjuðu á sigri

Völsungur hóf keppni í 2. deild kvenna í dag þegar liðið sótti Leikni heim í sólina í Breiðholtinu.

Stelpurnar byrjuðu á sigri
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 244

Kvenalið Völsungs á æfingu á Spáni fyrir skömmu.
Kvenalið Völsungs á æfingu á Spáni fyrir skömmu.

Völsungur hóf keppni í 2. deild kvenna í dag þegar liðið sótti Leikni heim í sólina í Breiðholtinu.

Markalaust var í hálfleik en Völsungar skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og byrjar tímabilið með stæl.

Arnhildur Ingvarsdóttir kom þeim á bragðið með marki á 68 mínútu leiksins og Elfa Mjöll Jónsdóttir tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Það var svo Hulda Ösp Ágústsdóttir sem gulltryggði sigur Völsungs með marki beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Heimastúlkur klóruðu í bakkann með marki undir lok leiks og lokastaðan 1-3.

Flottur sigur hjá stelpunum sem ætla sér upp um deild í sumar.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744