Starfsmenn PCC þjálfa rétt viðbrögð og aðferðir við að slökkva eld

Þessa dagana fá starfsmenn PCC BakkiSilicon þjálfun í réttum viðbrögðum og aðferðum við að slökkva eld.

Þessa dagana fá starfsmenn PCC BakkiSilicon þjálfun í réttum viðbrögðum og aðferðum við að slökkva eld.

Á fésbókarsíðu PCC BakkaSilikon segir að eftir kynningu á slökkvitækjum hafi verið kveiktur eldur undir handleiðslu slökkviliðs Norðurþings. Starfsmenn kísilversins fengu síðan leiðsögn um hvernig hann væri slökktur á meðan eigin öryggi væri tryggt.

Þessi þjálfun er hluti af mikilvægum samning sem PCC BakkiSilicon hefur gert við slökkviliðið og styrkir undirbúning fyrir gangsetningu kísilversins sem er á næsta leiti.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744