Soroptimistasystur stóđu fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiđi fyrir stúlkur

Dagana 3. og 4. nóvember sl. stóđu Soroptimistasystur fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiđi fyrir stúlkur sem fćddar eru 2005 og búsettar eru í Ţingeyjarsýslum.

Soroptimistasystur stóđu fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiđi fyrir stúlkur
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 358 - Athugasemdir (0)

Soroptimistasystur sáu um matinn á námskeiđinu.
Soroptimistasystur sáu um matinn á námskeiđinu.

Dagana 3. og 4. nóvember sl. stóđu Soroptimistasystur fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiđi fyrir stúlkur sem fćddar eru 2005 og búsettar eru í Ţingeyjarsýslum.

21 stúlka sótti námskeiđiđ en markmiđ ţess var ađ efla sjálfsstraust og sjálfsvirđingu stúlknanna. Einnig ađ efla samskiptafćrni ţeirra á jákvćđan hátt.

Sérstaklega var unniđ međ styrkleika og ţađ ađ standa međ sjálfri sér. Leyfa sér ađ vera sú sem hún er og um leiđ ađ virđa ađra. Einnig var fariđ yfir hćttur sem steđja ađ unglingum og mikilvćgi ţess ađ leita sér ađstođar fullorđinna ef eitthvađ bjátar á.

Ingibjörg og Sigríđur Ásta

Kennarar á námskeiđinu voru Ingibjörg Ţórđardóttir félagsráđgjafi og Sigríđur Ásta Hauksdóttir náms-, starfs- og fjölskylduráđgjafi.

Námskeiđiđ var haldiđ í Ţingeyjarskóla systrum ađ kostnađarlausu og ţakka systur ţann stuđning. Einnig fengum viđ góđan stuđning frá ýmsum fyrirtćkjum á svćđinu, Norđlenska, Nettó, Heimabakaríi og Garđrćktarfélagi Reykhverfunga. Fćrum viđ ţeim innilegar ţakkir fyrir stuđninginn.

Soroptimistar stóđu straum af kostnađi námskeiđsins ađ öđru leyti og allan undirbúning ţess, sáu um mat og höfđu viđveru á međan á námskeiđinu stóđ.

Námskeiđiđ gekk í alla stađi mjög vel ađ mati kennara og nemenda og fóru allir ánćgđir heim. Áform klúbbsins er ađ ţetta verđi árlegur viđburđur fyrir stúlkur á 13. ári á svćđinu. 

F. h. Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis,

Undirbúningsnefndin.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744