Soroptimistasystur stóðu fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir stúlkur

Dagana 3. og 4. nóvember sl. stóðu Soroptimistasystur fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir stúlkur sem fæddar eru 2005 og búsettar eru í Þingeyjarsýslum.

Soroptimistasystur stóðu fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir stúlkur
Fréttatilkynning - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 592

Soroptimistasystur sáu um matinn á námskeiðinu.
Soroptimistasystur sáu um matinn á námskeiðinu.

Dagana 3. og 4. nóvember sl. stóðu Soroptimistasystur fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir stúlkur sem fæddar eru 2005 og búsettar eru í Þingeyjarsýslum.

21 stúlka sótti námskeiðið en markmið þess var að efla sjálfsstraust og sjálfsvirðingu stúlknanna. Einnig að efla samskiptafærni þeirra á jákvæðan hátt.

Sérstaklega var unnið með styrkleika og það að standa með sjálfri sér. Leyfa sér að vera sú sem hún er og um leið að virða aðra. Einnig var farið yfir hættur sem steðja að unglingum og mikilvægi þess að leita sér aðstoðar fullorðinna ef eitthvað bjátar á.

Ingibjörg og Sigríður Ásta

Kennarar á námskeiðinu voru Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og Sigríður Ásta Hauksdóttir náms-, starfs- og fjölskylduráðgjafi.

Námskeiðið var haldið í Þingeyjarskóla systrum að kostnaðarlausu og þakka systur þann stuðning. Einnig fengum við góðan stuðning frá ýmsum fyrirtækjum á svæðinu, Norðlenska, Nettó, Heimabakaríi og Garðræktarfélagi Reykhverfunga. Færum við þeim innilegar þakkir fyrir stuðninginn.

Soroptimistar stóðu straum af kostnaði námskeiðsins að öðru leyti og allan undirbúning þess, sáu um mat og höfðu viðveru á meðan á námskeiðinu stóð.

Námskeiðið gekk í alla staði mjög vel að mati kennara og nemenda og fóru allir ánægðir heim. Áform klúbbsins er að þetta verði árlegur viðburður fyrir stúlkur á 13. ári á svæðinu. 

F. h. Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis,

Undirbúningsnefndin.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744