Sladjana Simjanic þjálfar áfram blaklið Völsungs

Á dögunum var skrifað undir samning við Sladjönu Simjanic um áframhaldandi samstarf og þjálfun fyrir Blakdeild Völungs.

Sladjana Simjanic þjálfar áfram blaklið Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 602

Frá undirritun samnings við Sladjönu.
Frá undirritun samnings við Sladjönu.

Á dögunum var skrifað undir samning við Sladjönu Simjanic um áframhaldandi samstarf og þjálfun fyrir Blakdeild Völungs.

Sladjana er búin að standa sig frábærlega sem þjálfari og leikmaður síðustu tvö árin.

Það eru því frábærar fréttir fyrir blakdeildina að hún verði áfram og stýri því uppbyggingartímabili sem framundan er hjá meistaraflokki þar sem á næstu árum munu ungar og efnilegar stelpur taka við keflinu af þeim eldri og reyndari sem dregið hafa vagninn undanfarin ár. 

Blaksamband Íslands hélt hóf á dögunum þar sem þeir blakarar sem sköruðu fram úr í úrvalsdeildinni tímabiið 2017 - 2018 voru verðlaunaðir. 

Völsungur átti fulltrúa í þessum hópi þar sem Jóna Björk Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu sem stigahæsti leikmaður með stig skoruð úr uppgjöfum. Hún var einnig ein af þrem konum sem tilnefndar voru sem besti uppspilari deildarinar.

Þetta er frábær viðurkenning og verðskulduð fyrir Jónu sem hefur  spilað lykilhlutverk í liði Völsungs undanfarin tvö ár í úrvalsdeildinni. 

Jóna Björk

Jóna Björk ásamt öðrum afreksblökurum sem hlutu viðurkenningar frá Blaksambandinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744