Skora á ríkisstjórnina ađ koma Mývatni til bjargar

Landvernd hefur sent ríkisstórninni eftirfarandi áskorun um ađ grípa ţegar í stađ til ráđstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár.

Viđ Mývatn. Ljósmynd Hafţór Hreiđarsson.
Viđ Mývatn. Ljósmynd Hafţór Hreiđarsson.

Landvernd hefur sent ríkisstórninni eftirfarandi áskorun um ađ grípa ţegar í stađ til ráđstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár:

"Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands ađ grípa ţegar til ráđstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Fram hefur komiđ í fréttum ađ undanförnu ađ lífríki vatnsins sé í bráđri hćttu vegna nćringarefnaauđgunar. Ofauđgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallađs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrđum í vatnsbol og á botni og ţar međ vexti ţörunga, undirstöđufćđu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei veriđ minni og bleikjan er svipur hjá sjón miđađ viđ ţađ sem áđur var. 

Ađ mati Landverndar er afar mikilvćgt ađ sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferđaţjónustuađila á svćđinu og grípa til allra mögulegra ađgerđa sem draga úr áhrifum mannsins á lífríki svćđisins, ekki síst vegna skólplosunar. Einnig ţarf ađ kanna nćringarefnalosun úr brotsárum á námasvćđum vatnsins eftir kísilgúrnámiđ á sínum tíma og hvađa ţýđingu hún hefur varđandi ţađ ástand sem uppi er og til hvađa ađgerđa megi ţá grípa. 

Skútustađahreppur hefur lýst ţví yfir ađ hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til ađ ráđast í nauđsynlegar ađgerđir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá ferđaţjónustu og annarri starfsemi. Landvernd skorar ţví á ríkisstjórnina ađ hlaupa undir bagga međ sveitarfélaginu í ţeim efnum og enn fremur ađ tryggja fjármagn til frekari rannsókna. Ađkoma ríkisvaldsins er bráđnauđsynleg til ađ vernda lífríki Mývatns og Laxár. 

Ţegar horft er til framtíđarnýtingar á svćđinu verđur lífríki Mývatns og Laxár ávallt ađ njóta vafans. Forđast ber alla röskun af mannavöldum á nćringarefnaflćđi til vatnsins. Mikil óvissa fylgir t.d. frekari jarđvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvćđinu er viđ kemur ţessu atriđi. "

landvernd.is

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744