Sjóböðunum vel tekið

"Viðtökurnar sem við höfum fengið eru heilt yfir mjög góðar, heimamenn jafnt sem ferðamenn eru mjög ánægðir og fara allir héðan brosandi út". Segir

Sjóböðunum vel tekið
Almennt - - Lestrar 788

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða. Lj. Gaukur Hjartarson.
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða. Lj. Gaukur Hjartarson.

 "Viðtökurnar sem við höfum fengið eru heilt yfir mjög góðar, heimamenn jafnt sem ferðamenn eru mjög ánægðir og fara allir héðan brosandi út". Segir Sigurjón Steinsson framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða.

Þessi nýjasti baðstaður landsins var opnaður almenningi fyrir viku og yfir 400 manns heimsóttu GeoSea sjóböðin fyrstu helgina og aðsókn verið góð síðan. 

"Sjóböðin eru staðsett á Húsavíkurhöfða norðan bæjarins í glæsilegri byggingu hannaðri af  Basalt Arkitektar. Útsýni er yfir Skjálfandaflóann, fjallgarðinn handan hans og allt norður að heimskautsbaug.

Jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og var jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á öldum. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunar en borholur gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkur fyrir hitaveitukerfi. Einmitt af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir til þess að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi hefur notið vinsælda lengi. 

Nú hefur fullkomin baðaðstaða með öllum þægindum risið á þessum stað en búningsaðstaða er fyrir 160 manns í GeoSea böðunum. Á staðnum er einnig veitingastaður og hægt er að njóta léttra veitinga, auk baða og útsýnis, allan ársins hring. Böðin bætast við fjölbreytta afþreyingu svæðisins og ætlunin er að þau verði eitt af því helsta sem gestir á leið um Norðausturland leita uppi, enda GeoSea einn af fallegri baðstöðum í Evrópu.“ Segir í tilkynningu.

Hér að neðan eru myndir sem ljósmyndari 640.is tók í byrjun vikunnar og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Sjóböðin

Sjóböðin

Sjóböðin

Sjóböðin

Sjóböðin

Sjóböðin


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744