Sjálfbćrniverkefni á Norđausturlandi ýtt úr vör í dag

Sjálfbćrniverkefni á Norđausturlandi var formlega ýtt úr vör í dag á Fosshótel Húsavík ţegar Hörđur Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hleypti vefnum

Sjálfbćrniverkefni á Norđausturlandi ýtt úr vör í dag
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 182 - Athugasemdir (0)

Hörđur Arnarson setur hér vefinn í loftiđ.
Hörđur Arnarson setur hér vefinn í loftiđ.
Sjálfbćrniverkefni á Norđausturlandi var formlega ýtt úr vör í dag á Fosshótel Húsavík ţegar Hörđur Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hleypti vefnum gaumur.is í loftiđ.


Verkefniđ felst í vöktun á ţróun efnahags, samfélags og umhverfis, á svćđinu frá Vađlaheiđi í vestri og til og međ Tjörneshreppi í austri.

Í fréttatilkynningu segir ađ á vefnum, gaumur.is, geti notendur nálgast upplýsingar um ţróun samfélags, umhverfis og efnahags á framangreindu svćđi, sem taliđ er ađ muni verđa fyrir hvađ mestum áhrifum af uppbyggingu og starfsemi Ţeistareykjavirkjunar, iđnađi á Bakka og auknum umsvifum í ferđaţjónustu. Einnig er ađ finna á vefnum ýmsan fróđleik um sjálfbćra ţróun.

Međal upplýsinga sem eru ađgengilegar á vefnum má nefna mannfjölda svćđisins, tekjur íbúa, samgöngur, lífríki, fasteignamarkađ og hag einstaklinga, fyrirtćkja og sveitarfélaga. Ađstandendur verkefnisins binda vonir viđ ađ ţau gögn sem aflađ verđur og birt á vegum verkefnisins muni nýtast međal annars viđ rannsóknir og kennslu á öllum skólastigum, stefnumótun opinberra ađila og atvinnuuppbyggingu á svćđinu.

Ađstandendur verkefnisins eru Landsnet, Landsvirkjun, PCC, fulltrúar ferđaţjónustuađila, Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Akureyri ásamt sveitarfélögunum Norđurţingi, Skútustađahreppi og Ţingeyjarsveit. Ţekkingarnet Ţingeyinga fer međ verkefnisstjórn.

Lögđ er áhersla á ađ vefurinn verđi í stöđugri ţróun og ađ nýjar upplýsingar verđi birtar međ reglubundnum hćtti. Ábendingar frá notendum vefsins eru ţví vel ţegnar.640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744