Samtök atvinnulífsins standa fyrir ábyrgt atvinnulíf

Ásetningsbrot gegn launafólki á íslenskum vinnumarkađi eru mun fćrri en af er látiđ.

Ásetningsbrot gegn launafólki á íslenskum vinnumarkađi eru mun fćrri en af er látiđ. 

Á heimasíđu SA segir ađ langflest fyrirtćki virđi ađ öllu leyti lög og kjarasamninga eins og vera ber og styđja Samtök atvinnulífsins öflugt eftirlit yfirvalda međ atvinnulífinu ţegar kemur ađ réttindamálum starfsfólks, vinnuumhverfi og baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi.

Samtök atvinnulífsins vísa á bug alhćfingum verkalýđshreyfingarinnar um almenna brotastarfsemi, m.a. í  ferđaţjónustu og byggingariđnađi, út frá ţeim afmörkuđu tilvikum sem upp hafa komiđ ađ undanförnu. SA gagnrýna ţau harđlega og vinna heilshugar međ stjórnvöldum viđ ađ stemma stigu viđ slíkum brotum. 

Samskipti verkalýđshreyfingarinnar viđ Samtök atvinnulífsins um réttindamál launafólks hafa hins vegar nćr eingöngu veriđ međ upphrópunum í fjölmiđlum. Engin tölfrćđi hefur veriđ lögđ fram af hálfu verkalýđshreyfingarinnar um umfang eđa alvarleika brota á vinnumarkađi til ađ reyna ađ átta sig á raunverulegri stöđu mála.

Samtök atvinnulífsins sinna ekki opinberu eftirliti og ţađ er ekki hlutverk samtakanna. Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóra og Vinnueftirlitinu ásamt fjölmörgum fleiri eftirlitsađilum er fyllilega treystandi til ađ hafa eftirlit međ starfandi fyrirtćkjum. Verkalýđsfélög gegna hins vegar ţví eftirlitshlutverki ađ fylgjast međ ţví ađ á réttindum  félagsmanna ţeirra sé ekki brotiđ og ber ađ grípa til viđeigandi ráđstafana komi slík mál upp. Ekki er nein ástćđa til ţess ađ Samtök atvinnulífsins taki ţátt í ţessari hagsmunagćslu verkalýđsfélaga fyrir hönd félagsmanna sinna.

Áriđ 2010 var ţó ákveđiđ ađ gera tímabundiđ átak í ţessum efnum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um framkvćmd eftirlits á vinnustöđum í framhaldi af kjarasamningi ađila um upptöku vinnustađaskírteina í tilteknum atvinnugreinum. Samtök atvinnulífsins réđu tvo starfsmenn til ađ sinna ţessu verkefni einvörđungu og vörđu tugum milljóna króna til ţess á árabilinu 2011-2013. Á ţessum ţremur árum voru 80 prósent allra eftirlitsferđa á vegum SA og afgangurinn af hálfu ţeirra fjölmörgu starfsmanna verkalýđsfélaga um allt land sem faliđ hafđi veriđ ađ sinna verkefninu.

Ásakanir Framsýnar-stéttarfélags í dag um ađ Samtök atvinnulífsins láti sig ţessi mál ekki varđa eru bćđi marklausar og ómaklegar. Samtök atvinnulífsins eru ávallt reiđubúin til uppbyggilegs samstarfs viđ verkalýđshreyfinguna um réttindamál á vinnumarkađi og baráttu gegn brotastarfsemi. (sa.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744