Samstarfs- og auglýsingasamningar á milli Íþróttafélagsins Völsungs og Íslandsbanka undirritaðir

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþróttafélagið

Bergþóra og Margrét Hólm handsala samninginn.
Bergþóra og Margrét Hólm handsala samninginn.

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþrótta-félagið Völsung í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík.

Einnig er lögð áhersla á að kynjahlutföll þeirra sem njóta styrkja úr samningnum séu jöfnuð. 

Samningurinn sem gildir út árið 2020 felur m.a. í sér, að auk árlegs styrks, sem stjórn Völsungs sér um að skipta á milli deilda félagsins, þá veitir Íslandsbanki viðurkenningar þar sem íþróttafólk Völsungs er heiðrað í lok ársins og tekur einnig þátt í Sólstöðuhlaupi Völsungs með mótframlagi en öll þátttökugjöld vegna hlaupsins renna til góðgerðarstarfsemi á svæðinu.  

Einnig tekur Völsungur að sér umsjón og framkvæmd Mærudagshlaups Íslandsbanka og verður viðhaft sama fyrirkomulag í ár og hefur verið undanfarin tvö ár. Hlaupið er haldið á laugardegi um Mærudagshelgi og hefur verið vel sótt undanfarin ár. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Björgvin Sigurðsson knattspyrnuráði meistaraflokks karla og Margrét Hólm útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík.

Á sama tíma var einnig undirritaður auglýsingasamningur til tveggja ára við knattspyrnudeild Völsungs, en hann felur m.a. í sér að keppnistreyjur beggja meistaraflokka félagsins beri merki Íslandsbanka á áberandi hátt.

Formaður Völsungs, Bergþóra Höskuldsdóttir og útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, Margrét Hólm Valsdóttir undirrituðu samninginn fyrir hönd aðila þann 18. janúar sl. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744