Rut Gomez með 27 stig í sigri Völsungs

Afturelding og Völsungur mættust í dag öðru sinni um helgina en liðin mættust einnig í gær í opnunarleik Mizunodeildar kvenna en þar hafði Afturelding

Rut Gomez með 27 stig í sigri Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 642

Rut Gomez skoraði 53 stig í leikjunum tveim.
Rut Gomez skoraði 53 stig í leikjunum tveim.

Afturelding og Völsungur mættust í dag öðru sinni um helgina en liðin mættust einnig í gær í opnunarleik Mizunodeildar kvenna en þar hafði Afturelding betur 3-2.

Á vef Blakfrétta segir að heimastúlkur hafi byrjað leikinn í dag mun betur og voru yfir nánast alla fyrstu hrinu en það var ekki fyrr en undir lok hrinu sem gestirnir fóru í gang. Afturelding endaði á því að sigra fyrstu hrinu 25-23. Velina Apostolova fyrirliði Aftureldingar var atkvæðamest í fyrstu hrinu með 8 stig.

Líkt og í leiknum í gær þar sem Völsungur lenti einnig undir þá mættu þeir sterkari til leiks í annari hrinu. Hrinan var mun jafnari en sú fyrsta en liðin skiptust á stigum lengst af. Það var svo Jóna Björk Gunnarsdóttir sem kláraði hrinuna fyrir Völsung með stigi beint úr uppgjöf en Völsungur sigraði hrinuna 25-21.

Gestirnir reyndust svo sterkari í næstu tveimur hrinum sem enduðu með sigri Völsungs 25-20 og 25-14 og unnu þær því leikinn 3-1 og tylla þær sér á topp Mizunodeildar kvenna með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina.

Stigahæst í leiknum í dag var Rut Gomez leikmaður Völsungs með 27 stig, þ.a. 23 sóknarstig. Stigahæst í liði Aftureldingar var Velina Apostolova með 21 stig. 

Hér má lesa um opnunarleikinn í gær en í honum skoraði Rut Gomez 26 stig.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744