Öræfabræður Húsavíkurmeistarar í Boccia

Þeir Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson, sem kalla sig Öræfabræður, komu, sáu og sigruðu á Opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem fram fór í gær.

Öræfabræður Húsavíkurmeistarar í Boccia
Íþróttir - - Lestrar 781

Öræfabræðurnir Ásgrímur og Kristján Valur.
Öræfabræðurnir Ásgrímur og Kristján Valur.

Þeir Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson, sem kalla sig Öræfabræður, komu, sáu og sigruðu á Opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem fram fór í gær.

Mótið, sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, var haldið nú í 29 skipti í Íþróttahöllinni.  

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Tveir bláir.

Kiwanismenn sáu um alla dómgæslu, merkingu valla ásamt því að koma að undirbúningi mótsins en mótsstjórn var í höndum stjórnar Bocciadeildar Völsungs 

Mótið tókst í alla staði vel, góð þátttaka að venju er sýnir enn einu sinni að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni.  

Til leiks mættu 34 lið, eins og á alvörumótum var fyrirkomulag þannig að fyrst  var riðlakeppni, undanriðlar, milliriðlar og svo úrslit um sæti og öll liðin 8 sem komust í úrslit hlutu vegleg verðlaun frá fyrirtækjum sem styrktu mótið. 

Fyrirtækin eru Norðlenska, Háriðjan, verslunin Salvía, Skóbúð Húsavíkur, Olís, Íslandspóstur, Leikfélag Húsavíkur og Nói Sírius. Er þessum aðilum öllum þakkað fyrir stuðninginn og velviljann.

Úrslit Opna Húsavíkurmótsins í Boccia 2018: 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

 1. sæti Öræfabræður, Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson

                  Verðlaun, kjötlæri frá Norðlenska og gjafabréf frá Sölku. 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

2. sæti Trésmiðjan Rein ehf - Meistarararnir, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Sigmar Stefánsson.

Verðlaun, snyrtivörur frá Háriðjunni.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

 3. sæti Haukamýri ehf - Dreams team,  Óskar Páll og Kristján Friðrik.

                  Verðlaun,  könnur frá versluninni Salvíu. 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

4. sæti Salka - Pitzukokkarnir, Olli Karls og Jónas EmilsÁsgrímur.

                  Verðlaun, gjafabréf frá Skóbúð Húsavíkur. 

 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018 

Húsavíkurmeistarar í Boccia fá einnig glæsilegan farandbikar til varðveislu. Hann var gefin á sínum tíma af Norðlenska ehf. og var nú keppt um hann í sjötta sinn. 

 Sverrir Sigurðsson

Einnig  var afhentur Hvatningabikar ÍF sem hinn öflugi bocciamaður Sverrir Sigurðsson hlaut að þessu sinni. Bikarinn er farandbikar gefinn af Íþróttasambandi Fatlaðra og veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar Völsungs og þjálfara sýnir bestu ástundun, eljusemi í starfi og góðar framfarir. 

Mótið tókst í alla staði vel, afar skemmtilegt, mikil stemming, og spenna. Glæsilegt mót með 68 keppendur auk mikill fjöldi gesta sem kom í  iþróttahöllinni þegar mest var.  

Takk fyrir góðan dag og sjáumst hress að ári á næsta „Opna Húsavíkurmóti í Boccia“. EO/640.is

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Það var hart en drengilega barist í úrslitaleiknum milli Öræfabræðra og Meistaranna frá Trésmiðjunni Rein.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Sigurður Dagbjartsson og Olgeir Heiðar Egilsson voru uppáklæddir á mótinu.

En það dugði skammt því engin verðlaun í boði fyrir bestu búningana.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Ólafur Karlsson einbeittur á svip.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Bryndís Edda Benediktsdóttir lætur vaða.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Sigmundur Hreiðarsson sigtar út stöðuna.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Guðmundur Flosi Arnarson kastar þeim bláa.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2018

Elín Berg kastar rauða boltanum.

 

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744