Opnunarhátíð og 20 ára afmæli Norðursiglingar

Norðursigling hélt upp á 20 ára afmæli sitt um síðustu helgi og blés um leið til opnunarhátíðar nýju þjónustusmiðstöðvarinnar, Hvalbaks.

Nýja þjónustumiðstöðin. Lj. Hörður Jónasson.
Nýja þjónustumiðstöðin. Lj. Hörður Jónasson.

Norðursigling hélt upp á 20 ára afmæli sitt um síðustu helgi og blés um leið til opnunarhátíðar nýju þjónustusmiðstöðvarinnar, Hvalbaks.

Á heimasíðu Norðursiglingar segir að hátíðin hafi hafist á föstudagskvöldinu þegar verktökum sem komu að byggingu Hvalbaks var boðið ásamt starfsmönnum, einstaklingum, samstarfs- og ferðaþjónustuaðilum. 

Boðið var uppá léttar veitingar undir ljúfum tónum Kidda Halldórs og feðganna, Sigga Illuga og Gunna Illuga,

Opnunarhátíð

Ljósmynd Hörður Jónasson.

Á laugar- og sunnudeginum var bæjarbúum boðið í kaffi og kökur. Báða dagana var andlitsmálun fyrir börnin, kynningar, lifandi tónlist og ýmsir afslættir í boði.

Happdrætti var báða dagana þar sem voru glæsilegir vinningar frá 66°Norður og Flugfélaginu Erni.


Fleiri myndir er hægt að skoða á heimasíðu Norðursiglingar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744