Ófeigur Óskar dúx frá FSH

30 stúdentar voru í dag brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn. Ófeigur Óskar Stefánsson útskrifaðist með hæstu einkunn á

Ófeigur Óskar dúx frá FSH
Almennt - - Lestrar 613

Ófeigur Óskar, dúx frá FSH
Ófeigur Óskar, dúx frá FSH

Í dag fór fram brautskráning frá Framhaldsskólanum á Húsavík þegar 30 stúdentar útskrifuðust frá skólanum. Ingólfur Freysson, kennari við skólann stýrði samkomunni þar sem skólameistari, aðstoðarskólameistari og nemendur skólans fluttu ávörp. Að þessu sinni útskrifaðist stór hópur enda miklar breytingar yfirstandandi á Framhaldsskólakefinu. Ófeigur Óskar Stefánsson útskrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi. 

Í ræðum sínum komu Jóney Jónsdóttir, skólameistari og Herdís Þ. Sigurðardóttir komu báðar inn á þrönga fjárhagsstöðu skólans í ræðum sínum en boðuðu frekara samstarf við aðra skóla og ítrekuðu mikilvægi þess að líta björtum augum fram á veginn. Óskar Páll Davíðsson flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta auk þess sem nemendur skólans fluttu tónlistaratriði. 

640.is óskar stúdentum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

 

Stúdentar setja upp hvíta kolla

Stúdentar setja upp hvíta kolla

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744