Nýr formađur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Ađalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn 11. janúar 2024.

Ađalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn 11. janúar 2024.

Frá fundinum segir á heimasíđu Framsýnar en miklar og góđar umrćđur urđu um kjaramál og yfirstandandi viđrćđur ađila vinnumarkađarins.

Töldu fundarmenn mikilvćgt ađ tekiđ yrđi fullt tillit til hagsmuna landsbyggđarinnar í viđrćđum verkalýđshreyfingarinnar viđ ríkiđ og Samtök atvinnulífsins. Ályktađ var um máliđ sem er međfylgjandi fréttinni.

Umrćđur urđu jafnframt um verslun og ţjónustu á félagssvćđinu. Óánćgju gćtir međ einu stóru matvörubúđina á Húsavík sem Samkaup reka. Forsvarsmönnum Framsýnar var faliđ ađ koma óánćgjunni á framfćri viđ stjórnendur Samkaupa og krefjast úrbóta hvađ varđar vöruúrval og almennt ađgengi í búđinni.

Ţá var gengiđ frá kjöri á öflugri stjórn deildarinnar sem er međ yfirgripsmikla ţekkingu á stöđu og réttindamálum verslunar- og skrifstofufólks. Ađalsteinn J. sem er reyndur félagsmálamađur var kjörinn formađur deildarinnar en hann var nýlega ráđinn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Tćplega 400 félagsmenn eru skráđir í deildina sem fer ört fjölgandi.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar, starfsáriđ 2024:

Nafn:                                                                                         Vinnustađur:

Ađalsteinn J. Halldórsson formađur                             Skrifstofa stéttarfélaganna        

Elva Héđinsdóttir varaformađur                                   PwC

Karl Hreiđarsson ritari                                                  VÍS

Anna Brynjarsdóttir međstjórnandi                              Lyfja

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir međstjórnandi         Eimskip

Eftirfarandi ályktun um kjaramál var samţykkt samhljóđa á ađalfundinum:

Ályktun um kjaramál

„Ađalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar kallar eftir ţjóđarsátt um friđ á vinnumarkađi viđ endurnýjun kjarasamninga á almenna vinnumarkađinum.  Lögđ verđi höfuđáhersla á ađ tryggja stöđu ţeir lćgst launuđu til framtíđar hvađ varđar almenn kjör. Samhliđa ţví verđi tekiđ á verđbólgunni og alltof háu vaxtastigi, sem hefur haldiđ ţúsundum heimila í landinu í heljargreipum og haft alvarlegar afleiđingar fyrir samfélagiđ allt. 

Launafólk eitt ber ekki ábyrgđ á stöđugleika í landinu og viđ núverandi ađstćđur er ekki í bođi fyrir viđsemjendur verkalýđshreyfingarinnar ađ sitja hjá. Stjórnvöld, sveitarfélög, Samtök atvinnulífsins, fjármálastofnanir, verslunar- og ţjónustuađilar verđa ađ taka höndum saman međ hreyfingunni og finna leiđir til ađ ná tökum á verđbólgunni og tryggja efnahagslegan stöđugleika.

Framsýn gerir jafnframt skýlausa kröfu um ađ tekiđ verđi á ţeim mikla ađstöđumun sem íbúar á landsbyggđinni búa viđ, samanboriđ viđ höfuđborgarsvćđiđ, landsbyggđinni í óhag. Ţađ á ekki síst viđ um raforkuverđ, eldsneytisverđ, flutningskostnađ, vöruverđ og ađgengi ađ opinberri ţjónustu, s.s. heilbrigđisţjónustu og framhaldsnámi. Ţví miđur búa ekki allir landsmenn viđ ţađ sjálfsagđa öryggi ađ hafa lćknisţjónustu í heimabyggđ eđa ađgengi ađ hátćknisjúkrahúsi í bakgarđinum hjá sér. Um er ađ rćđa kostnađarsama liđi sem almennt verkafólk á mjög erfitt međ ađ takast á viđ og fjölmörg dćmi eru um ađ fjölskyldur hafi ţurft ađ flytjast búferlum á höfuđborgarsvćđiđ, ţar sem ţađ hefur veriđ ađ sligast undan gríđarlegum útgjöldum sem fylgja ţví ađ búa á landsbyggđinni. 

Ađalfundurinn mćlir međ heildstćđum kjarasamningi til ţriggja ára enda sé hann byggđur á ţeirri grundvallarnálgun ađ bćta kjör ţeirra lćgst launuđu og jöfnun lífskjara í landinu. Framsýn mun aldrei skrifa upp á kjarasamning sem mismunar fólki enn frekar eftir búsetu.“


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744