Ný vefmyndavél Norðurþings verður sett upp á þaki Garðarsbrautar 5

Á fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum var samþykkt að festa kaup á nýrri vefmyndavél í stað þeirrar sem fyrir var á þaki Garðarsbrautar 5.

Ný vefmyndavél Norðurþings verður sett upp á þaki Garðarsbrautar 5
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 388

Á fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum var samþykkt að festa kaup á nýrri vefmyndavél í stað þeirrar sem fyrir var á þaki Garðarsbrautar 5.

Í fundargerð segir:

Vefmyndavél Norðurþings sem staðsett var á þaki Garðarsbrautar 5 hefur ekki virkað í nokkurn tíma og hefur nú fengist staðfest að vélin er ónýt. 

Borist hefur tilboð í nýja vefmyndavél frá Securitas sem kostar tæpar 186 þúsund krónur án uppsetningar.
 
Byggðarráð samþykkir að festa kaup á nýrri vefmyndavél og láta setja upp á sama stað og fyrri vél.

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744