Norðlenskar konur flytja lög um landið, náttúruna og sveitarómantíkina

Norðlenskar konur í tónlist halda tónleika í Safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 28. október kl 20:30.

Norðlenskar konur í tónlist halda tónleika í Safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 28. október kl 20:30.

Flutt verða lög tengd landinu, náttúrunni og sveitarómantíkinni en þessi norður armur KÍTÓN (Konur í tónlist) hefur að undanförnu ferðast um Norðurland með tónleika tengda sjó, lofti eða landi. 
 
Sérstakir gestir á tónleikunum eru Kvennakór Húsavíkur. 

Fram koma Ásdís Arnardóttir, kontrabassi og selló, Helga Kvam, píanó, Kristjana Arngrímsdóttir, söngur, Lára Sóley Jóhannsdóttir, söngur og fiðla og Þórhildur Örvarsdóttir, söngur. 

Miðaverð er kr. 2.500 og eru tónleikarnir styrkir af Sóknaráætlun Norðurlands Eystra.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744