Nokkur orð um málefni Norðurþings

Ég vil byrja á persónulegu nótunum og tala stuttlega um mína upplifun af sveitarstjórnarmálunum það sem af er.

Nokkur orð um málefni Norðurþings
Aðsent efni - - Lestrar 990

KJartan Páll Þórarinsson.
KJartan Páll Þórarinsson.

Ég vil byrja á persónulegu nótun-um og tala stuttlega um mína upplifun af sveitarstjórnarmál-unum það sem af er.

Fyrir það fyrsta þá get ég sagt að mér þykir sveitarstjórnarum-hverfið áhugavert og skemmti-legt. Áhugi íbúa Norðurþings er mikill, mun meiri en ég hafði gert mér grein fyrir. Það er fastur liður að vera tekinn á beinið á kaffistofunni af vinnufélögum sem hafa verið að rýna í fundar-gerðir af nordurthing.is. Það er því gaman að segja frá því að fljótlega munu hljóðupptökur af bæjar-stjórnarfundum verða birtar jafnóðum á heimasíðu sveitarfélagsins. Þetta er mál sem við í Samfylkingunni lögðum mikla áherslu á fyrir kosningar og því gleðiefni að þetta skref verði stigið til fulls.

Tengsl við landspólitíkina eru mun meiri en ég reiknaði með. Þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Kristján L. Möller er í góðu sambandi við okkur Jónas oddvita. Kristján hefur lagt sig fram við að koma málefnum kjördæmisins áfram. Þar má nefna Húsavíkurflugvöll, Dettifossveg og flughlað fyrir millilandaflug í gegnum Akureyrarflugvöll svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir þingmenn kjördæmisins finnst mér ekki jafn sýnilegir.... en maður sér ef til vill bara það sem maður vill sjá.

En snúum okkur að bæjarmálunum almennt.

Sorpmálin

Byrjum í ruslinu.

Ég verð að segja að ég get ekki séð að sorpmálin séu tekinn eins föstum tökum hjá meirihlutanum,  og oddvitar meirihlutaflokkanna töluðu um í blaðagrein hér í Skarpi þar sem talað var um fyrstu 100 dagana í starfi. Starfsmönnum Sorpsamlags Þingeyinga var sagt upp í óðagoti í ágúst/september 2014 svo að hægt væri að gera upp SÞ um áramót. Í lafandi óvissu biðu starfsmenn án þess að vita hvað myndi taka við. Síðar áttuðu menn sig á því að ekki var mögulegt að taka upp breytt fyrirkomulag sorpmála fyrr en vorið 2015 vegna ýmissa samninga SÞ.

Enn í dag ríkir óvissa um fjölmargar hliðar málsins. Hvernig á til dæmis að framkvæma tunnufjölgun á heimilum? Geta heimili bætt við sig fleiri tunnum á bílaplanið? Og fjölbýlishúsin. Hvernig á að útfæra þessar breytingar fyrir stórar blokkir og hver á að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að útbúa viðunandi sorpgeymslur fyrir þessar auknu kröfur. Íbúar? Ýmsir lausir endar standa enn út af og eitthvað segir mér að meirihlutinn hafi hreinlega ekki hugsað þetta til enda. Eina sem þeir vissu að það átti að henda rusli í 3 ílát. Allt annað var óákveðið.

Áhaldahúsið

Svo er það flutningur á þjónustumiðstöðinni á Húsavík. Stefnt er að því að flytja þá starfsemi í aðra skemmuna í Víðimóum sem er í eigu Sorpsamlags Þingeyinga. Svo að því geti orðið þarf að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á skemmunni. Skemman er í eigu SÞ sem er skuldsett félag og getur ekki ráðist í framkvæmdir á húsnæðinu. Hugmyndin var sú að nota fjármagn sem fékkst af sölu áhaldahússins, til framkvæmda í Víðimóum. Gallinn er sá að Norðurþing átti gamla áhaldahúsið og fékk þar af leiðandi þá fjármuni er hlutust af sölunni. Svo ég segi þetta á mannamáli þá hefur Norðurþing ekki neina heimild til að taka pening úr sínum bókum og fara í framkvæmdir á húsnæði sem er í eigu annars aðila (þó svo að Norðurþing sé eini eigandinn að SÞ). Ein leiðin væri að gera SÞ upp og Norðurþing leysi til sín allar eignir og skuldir(sem enn eru töluverðar). En um þetta hefur ekkert verið ákveðið og finnst mér þetta mál ráfa stefnulaust áfram.

Til að bæta enn frekar við þetta mál þá á nýr eigandi áhaldahússins að fá afhent í maí. Eins og gefur að skilja þá þarf Norðurþing að fara út með allt sitt hafurtask á umsömdum tíma. Húsnæðið í Víðimóum verður varla tilbúið í maí (enda ekki búið að ákveða hvað á að framkvæma þar). Hvert starfsemi áhaldahússins á að fara á þeim tímapunkti veit ég ekki, enda hefur ekkert verið ákveðið um það mál.

Vinnumálastofnun

Að lokum langar mig að tala um málefni Vinnumálastofnunar sem tekinn vöru fyrir nýlega í fjölmiðlum.

Við skulum draga það mál saman í mjög stuttu máli:

Vinnumálastofnun tilkynnir lokun á Húsavík og segir upp starfsmanni sínum þar. Stuttu áður hafði Vísir lokað starfsstöð sinni á Húsavík með tilheyrandi áföllum fyrir byggðarlagið.

Nokkrum mánuðum síðar óskar Vinnumálastofnun eftir því að sveitarfélagið legði til viðtals aðstöðu þeim að kostnaðarlausu. Fyrir mér er þetta ósvífni og ekkert annað!

Það á að vera eitt af hlutverkum hins opinbera að sinna atvinnulausum eins og best verður á kosið, með það fyrir augum að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Ríkisstjórnin ætlar sér hins vegar að skera niður hjá Vinnumálastofnun og skjóta atvinnulausum á framfærslu sveitarfélaganna. Allt í nafni hallalausra fjárlaga. Sparnaður Vinnumàlastofnunnar er sem sagt fólgin í því að lauma verkefnum yfir til sveitarfélaga án þess að nokkurt fjármagn fylgi.

Með því að neita Vinnumálastofnun um aðstöðu sendir sveitarfélagið Norðurþing skýr skilaboð um að ríkið eigi að sinna sínu hlutverki svo sómi sé af.

Að lokum vil ég segja að ég hlakka til að halda áfram að starfa í þágu sveitarfélagsins eins og ég var kjörinn til að gera.

Ég er ekki með fasta viðtalstíma en síminn hjá mér er 868 3757 og tölvupóstfangið mitt er kjartan.pall@simnet.is

Kjartan Páll Þórarinsson

bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744