Vatnavextir í Búðará - Myndasyrpa

Miklir vatnavextir voru í Búðará í morgun en það rigndi eins og hellt væri úr fötu um tíma.

Vatnavextir í Búðará - Myndasyrpa
Almennt - - Lestrar 466

Unnið að slýlosun úr grindunum.
Unnið að slýlosun úr grindunum.

Miklir vatnavextir voru í Búðará í morgun en það rigndi eins og hellt væri úr fötu um tíma.

640.is hitti á Grím Kárason slökkviliðasstjóra Norðurþings rétt fyrir hádegi en þá var hann við þriðja mann að hreinsa slý úr ristunum þar sem áin fer í stokk og niður í fjöru.

Þar stíflaðist allt og áin eins og stöðuvatn á að líta ofan við stífluna sem göngubrúin er á.

Grímur sagði slökkviliðið búið að vera að síðan snemma í morg­un við að dæla úr kjöll­ur­um ofl. verkefnum en m.a flæddi inn í kjallara Stjórnsýsluhúsins.

Hér koma myndir sem teknar voru á tólfta tímanum í morgun og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Næstu þrjár myndir voru teknar um miðjan daginn þegar vatnsveðrið var í miklum rénum og aðeins byrjað að sjatna í Búðaránni.

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744