Magnaður viðburður hjá Urði

Urður tengslanet kvenna í Þingeyjarsýslu stóð fyrir mögnuðum viðburði á fimmtudagskvöldið var.

Magnaður viðburður hjá Urði
Fréttatilkynning - - Lestrar 289

Sigga frá Mögnum segir frá starfseminni.
Sigga frá Mögnum segir frá starfseminni.

Urður tengslanet kvenna í Þingeyjarsýslu stóð fyrir mögnuðum viðburði á fimmtudagskvöldið var.

Þar mættu um tuttugu konur til að kynna sér Mögnum sem er ráðgjafaþjónusta varðandi markþjálfun, starfsmannamál og fleira. 

Sigga frá Mögnum mætti á staðinn og hélt kynningu á fyrirtækinu og seinna um kvöldið reiddi svo starfsfólk Gamla Bauks fram dýrindis málsverð. Þetta heppnaðist vel og var þetta góður vettvangur til að ræða málin almennt og efla tengslanet. 

Urður er félag sem er orðið nokkurra ára gamalt og gekk í endurnýjun lífdaga í lok árs 2018. Félagið stendur fyrir viðburðum fyrir konur til að hittast, sjá hvað er að gerast í Þingeyjarsýslu og fá hugmyndir. Þekkingarnetið stefnir svo á námskeið í samvinnu við Siggu hjá Mögnum sem opið verður öllum. 

"Það er mikil gerjun í allskonar verkefnum í Þingeyjarsýslu og það verður spennandi að fylgjast áfram með þessu félagi" segir í tilkynningu


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744