Ljósin tendruð á jólatré bæjarins

Síðdegis í dag voru ljósum tendruð á jólatré bæjarins og kom það úr garðinum við Baughól 13.

Ljósin tendruð á jólatré bæjarins
Almennt - - Lestrar 276

Jólatréð kom úr garðinum við Baughól 13.
Jólatréð kom úr garðinum við Baughól 13.

Síðdegis í dag voru ljósum tendruð á jólatré bæjarins og kom það úr garðinum við Baughól 13.

Að venju var flutt ávarp og það gerði Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður Byggðaráðs Norðurþings.
 
Þá var séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir með hugvekju og stúlknakór sögn við undirleik nemenda og kennara Tónlistarskóla Húsavíkur. 

Soroptimistakonur voru með heitt kakó til sölu og jólasveinar komu í heimsókn. Þeir rauðklæddu færðu börnunum epli og gengu með þeim í kringum jólatréð.

Sem sagt allt eftir bókinni og við látum myndirnar tala sínu máli en fallegt vetrarveður var á Húsavík í dag.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

 
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744