Lítill rúntur um víðáttur Ástralíu - Fyrsti hluti - Queensland

Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir halda áfram að segja lesendum 640.is ferðasögur frá Ástralíu.

Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir halda áfram að segja lesendum 640.is ferðasögur frá Ástralíu.

Hér kemur fyrsti hluti frásaganar af ferðalagi sem þau hjóni eru á um þessar mundir.

Þann 4. ágúst sl. var enn og aftur pakkað ofan í tösku og haldið af stað einn "lítinn" hring um litlu eyjuna í suðurhöfum.

Jónas við ferðavagninn
Til ferðarinnar leigðum við eðalvagn frá Jucy-bílaleigunni,  lítill Toyota ferðavagn sem hægt er að sofa í og var þetta svipað og að sofa í líkbíl (Fannst hildu) haha.

Mikill húmor í Áströlum
Mikill húmor í Áströlum.

Við byrjuðum ferðina á því að fara um Queensland til vesturs frá Gold Coast og var stefnan tekin á Northern Territory. Ekið var í átt til Towoomba og ákveðið var að reyna koma sér til Roma, sem er lítill námubær fullur af vinnumönnum og vinnuflokkum.

Eknir voru um 620 km.fyrsta daginn, takk fyrir pent. Roma er ekkert sérstakur fyrir augað og tók ekki vel á móti okkur þar sem bærinn var fullur af vinnumönnum (sem við vissum ekkert um). Þar afleiðandi  var ekkert laust í gistingu, hvorki á mótelum eða tjaldsvæðum. Hilda var ekki glöð því hér í Ástralíu má nefnilega ekki leggja bílnum hvar sem er og sofa og við urðum því frá að hverfa og keyra 30 km. til baka þar sem við höfðum séð ferðabíla.  Og þar fundum við svefnstað, reyndar án klósettaðstöðu en hvað með það, en Hilda var voða glöð. Fyrsta nóttin var virkilega köld, hér er jú vetur haha....

Og vorum við fljót að koma okkur af stað í dagrenningu til að koma yl í kroppinn og bílinn auðvitað.

Frá Roma var stefnan tekinn á Longreach (nú væri gott fyrir alla að kíkja á kortið haha) á leið okkar frá Roma til Longreach var ekkert að sjá nema gresjur, nokkur tré á strangli EN við sáum mikið af dauðum kengúrum (þær skiptu þúsundum) úti í vegarkantinum.

Frændi strútsins

En það var nú ekki allt dautt sem sást nei nei, við sáum fullt af Emu en hann er frændi strútsins. Einnig sáum við villisvín og auðvitað fullt af lifandi kengúrum. Eftir að hafa ekið upp til Longreach eða um 670 km. töldum við okkur vera búin að sjá hátt í 10.000 dauðar kengúrur takk fyrir. En Longreach er fallegur, lítll snyrtilegur og notalegur bær, þar hófst saga Ástralska flugfélagsins Qantas.

Kengúrur á beit

Það var ekkert stress við Longreach, meirað segja voru kengúrurnar bara rólegar að éta á lóðinni.

Walkabout Creekhotel

Farið var af stað í morgunsárið og í átt til Mt. Isa sem er stór námubær í fjöllunum (ef fjöll skyldu kalla) en á leiðinni þangað var að sjálfsögðu komið við á hinum fræga pöbb Walkabout Creek hotel (Crocodile Dundee krakkar) og þar var pizza og bjór áður en haldið var áfram.

Krókódíla-Jónas

Ölið teygt á slóðum Krókódíla-Dundee.

Við sáum lítið af rennandi vatni  á þessari leið en það þykir oft merki um líf að hafa vatn og erfitt að skilja hvernig landbúnaður þrífst hérna án vatns.

Er upp til Mt. Isa var komið höfðum við aðeins séð eina sprænu á 2000 km. akstri takk fyrir.

Veðrið lék við okkur í Mt. Isa og fullur bær af kúrekum, já kúrekum en þessa helgi var, að sögn heimamanna, stærsta Rodeo á suðurhvelinu. við fórum snemma í koju, og upp þegar sólin var að koma upp á föstudagsmorgni var haldið af stað, við erum enn í Queensland sko, (kíkja á kortið krakkar) en klukkan 11 að morgni áttunada ágúst fórum við LOKSINS yfir landamærin til Nortern Territory og höfðum við þá lagt að baki 2200 km. V/NV í gegnum Queensland.

Ferðalag um Ástralíu

En við sendum ykkur aftur línu þegar við höfum lokið ferð okkar um eyðimerkursanda Ástralíu í Northern Territory.

Bestu kveðjur til ykkar allra frá ferðalöngunum í suðurhöfum

Jónas og Hilda. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744