LH frumsýnir Bót og betrun á morgun

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir á morgun breska gamanleikinn Bót og betrun í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

LH frumsýnir Bót og betrun á morgun
Almennt - - Lestrar 154

Benóný Valur fer með hlutverk Eriks Swans
Benóný Valur fer með hlutverk Eriks Swans

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir á morgun breska gamanleikinn Bót og betrun í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

Verkið fjallar um Eric Swan sem Benóný Valur Jakobsson leikur en hann grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr félagsmálakerfinu, eftir að hann missir vinnuna.

Svindlið fer hins vegar úr böndunum og þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en kemst að því að það er oft erfiðara að losna af bótum en að komast á þær.

Hann er fastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum, eiginkonan er full grunsemda og vandinn vex með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.

Höfundur leikritsins er Michael Cooney og þýðandi Hörður Sigurðsson. María Sigurðardóttir leikstýrir og henni til aðstoðar er Adrienne Davis. Smíðadeild LH sá um sviðsmyndina og ljósadeild  LH sér um lýsingu.

Leikarar í sýningunni eru: Benóný Valur Jakobsson, Halla Rún Tryggvadóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Grétar Sigurðarson, Ari Páll Pálsson, Kristný Ósk Geirsdóttir, Friðrik Marinó Ragnarsson, Kristján Önundarson, Unnur Kjartansdóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.

Ljósmyndari 640.is leit við á æfingu í vikunni og hér koma nokkrar myndir. 

Benóný Valur fer með hlutver Erics Swan
 
Benóný Valur Jakobsson fer með hlutverk Erics Swan.
 
Bót og betrun
 
Bót og betrun
 
Halla Rún Tryggvadóttir leikur Lindu Swan eiginkonu Erics.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744